Skírnir - 01.01.1956, Qupperneq 64
62
Jón Jóhannesson
Skírnir
Ekki getur Ari um stöðu Óleifs né hvar hann var. En í
Sturlubók (Landnámabók Sturlu Þórðarsonar) er talið, að
hann hafi unnið Dyflinni og Dyflinnarskíri og gerzt þar kon-
ungur yfir. Er ekki um að villast, að þar er átt við Ólaf kon-
ung í Dyflinni, þann sem „Three Fragments“ segja Goðröðar-
son, enda fellur það vel við tímatal. Skal því tekið hér til at-
hugunar, hvernig á því stendur, að karlleggur hans er rakinn
hér á enn nýjan veg. Alls óvíst er, að sögn Sturlubókar um
Óleif megi rekja til Ara nema þá að litlu leyti, því að nafnið
Dyflinnarskíri hefur naumast orðið til, fyrr en Englendingar
lögðu Dyflinni undir sig 1170, en þá var Ari löngu látinn
(d. 1148) A Er því varlegast að gera ráð fyrir, að sögn Sturlu-
bókar um Óleif sé ekki arfsögn, heldur ályktun einhvers fróðs
manns, sem hefur kynnzt Ólafi konungi í Dyflinni af vest-
rænum heimildum, skráðum eða óskráðum, og ímyndað sér,
að hann væri sami maður og Óleifur hinn hvíti. Annars mun
ættartala Ara ekki heldur vera sannsöguleg, heldur samsetn-
ingur hans (eða einhvers eldra Breiðfirðings) eftir ýmsum
heimildum, í lausu og föstu máli. Um yngstu liðina er farið
eftir arfsögn, og er líklegt, að Óleifur hinn hvíti sé hinn elzti
maður, sem menn mundu á dögum Ara, fremur en Þorsteinn
hinn rauði, sonur hans. Elztu ættliðirnir eru sóttir í Yngl-
ingatal. En um liðina milli Hálfdanar hvítbeins og Óleifs hins
hvíta (eða Þorsteins hins rauða) hafa heimildir hins vegar
sýnilega verið ótraustar og í molum, og virðist þar hafa ver-
ið farið eftir nafnalíkum í fornkvæðum. Helgi Ólafsson er i
öðrum heimildum talinn af ætt Döglinga, og nöfnin GoSroðr
og Ingjaldr (og Óleifr) geta einnig verið úr þeirri ætt.1 2 Að
vísu eru þær heimildir yngri en íslendingabók, en geta þó
geymt forn minni, er varðveitzt hafi í kvæðum. Gott dæmi
um það, hve ættartölur hafa stöðugt verið að skapast í sagna-
smiðju fræðimanna, er nafn konu Helga, dóttur Sigurðar
1 Smbr. Aarb0ger f. nord. Oldkyndighed 1908, 171—177.
2 Þáttr af Ragnarssonum, Hauksbók 1892—96, 466; Hversu Noregr
byggðist, Flateyjarbók I (1944), 26. — 1 Fóstbræðra sögu og Laxdæla
sögu er Ingjaldur, faðir Öleifs hvíta, talinn FróSason, en það nafn er
einnig úr ætt Döglinga.