Skírnir - 01.01.1956, Síða 68
66
Halldór Halldórsson
Skírnir
með orðinu tákn. Ég mun fyrst ræða þetta frá nokkuð al-
mennu sjónarmiði, því að ég hygg það skýra málið betur.
Það er fyrri reynsla hvers einstaklings, sem á mikinn þátt í
því, að eitthvað verður honum að tákni. Ef um æðri lífverur
er að ræða, á minnið áreiðanlega hér miklu hlutverki að gegna.
Annars hætti ég mér ekki út á þá braut að skýra málið sál-
fræðilega frá eigin brjósti, en styðst við það, sem lærðir menn
í þeim efnum hafa skrifað. Ef til vill kannast lesandinn við
hinn nafntogaða hund, sem um getur í mörgum bókum um
dýrasálarfræði og ýmsum ritum um lífeðlisfræði. Hundur
þessi hljóp, sem fætur toguðu, hvar sem hann var staddur i
húsinu heima hjá sér, inn í borðstofu, jafnskjótt og hringt
var til miðdegisverðar. Engu máli skipti, þótt hann væri svo
langt í burtu, að hann gæti engan ilm fundið. Það er því
bjölluhljómurinn, sem orðinn er hundinum að tákni. Þessi at-
burður, bjölluhringingin, hefir svo oft gerzt samtímis því, að
hundinum væru gefnar krásir úr borðstofunni, að hann veit
eða þykist vita, að síðari atburðurinn, matgjöfin, muni fylgja
fyrri atburðinum, hringingunni.
Annað dæmi, sem taka mætti, er frægasti grasmaðkur, sem
sögur fara af. Frá honum segir í bók próf. Lloyds Morgans.
Habit and Instinct. Grasmaðkurinn var fagur álitum, með
gulum og dökkum röndum, sannkallaður bröndungur. Eitt
sinn vildi svo til, að einn af kjúklingum prófessorsins þreif
grasmaðkinn. En með því að kjúklingnum þótti bröndungur
bragðillur, át hann hann ekki, heldur lét hann eiga sig. Upp
frá þeim vökvaða bita sneiddi kjúklingurinn alltaf hjá því
að leggja sér slíka grasmaðka til munns. En af hverju gerði
hann það? Svarið liggur reyndar í augum uppi. Ástæðan var
sú, að það að sjá grasmaðkinn, en það var aðeins hluti af
fyrri reynslu kjúklingsins af grasmaðknum, því að áður hafði
liann séð hann, snert hann og bragðað á honum, hafði nægi-
leg áhrif á hann til þess, að hann lét maðkinn vera. Það að
sjá maðkinn er með öðrum orðum orðið að tákni annars, hins
illa bragðs.
En hvernig mætti þá skilgreina hugtakið tákn almennt. t
hinni ágætu bók sinni The Meaning of Meaning skilgreina