Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 71
Skirnir
Hugleiðingar um merkingar orða
69
lander, sænskur málfræðingur, segir svo í riti sínu Studien
zum Bedeutungswandel im Deutschen I:
„Merkingarmiðið, sem talandinn eða heyrandinn gerir sér
hugmynd um, getur verið hlutur, en einnig eiginleiki, stærð,
tími, verknaður, atburður, ástand og yfirleitt allt, sem kleift
er að gera sér hugmynd um. Fyrir stuttleika sakir nefni ég
þetta einu nafni merkingarmið.111)
IV
Um samband orðs og miðs hefir mikið verið ritað og margt
hugsað. Frá alda öðli hefir þeirrar skoðunar gætt mjög, að
eitthvert dulrænt samband væri milli miðsins eða hlutarins
annars vegar og orðsins hins vegar. Enn á þessi merkingar-
fræðilega dulhyggja alldrjúg ítök í alþýðu manna, og hennar
hefir gætt og gætir enn í trúarbrögðum. Þarf ekki annað en
minna á, að á sumum orðum er meðal sumra þjóðflokka
bannhelgi, og svo hefir verið hér á íslandi til skamms tíma
og kann að vera enn. En meðal merkingarfræðinga á þessi
dulhyggja vitanlega enga formælendur, og er því óþarft að
eyða á hana púðri.
Hins vegar er annað atriði, sem nauðsyn ber til að gera sér
grein fyrir, þegar fjalla skal um merkingu frá samtímalegu
(synchronisku) sjónarmiði. En það er, hvort orðin eru frem-
ur náttúrubundin (naturhaft) eða vanabundin (konvention-
ell) tákn, nema hvort tveggja sé. Sem dæmi mætti nefna,
hvort við nefnum hundinn hund, af því að það sé einhver
eðlisnauðsyn eða af því að það er venja í íslenzku þjóðfélagi.
Við skulum fyrst athuga lítillega, hvað rannsóknir á barna-
máli hafa hér til málanna að leggja. Clara og William Stern,
sem fengizt hafa við þess konar rannsóknir og samið hafa all-
stórt ritverk um niðurstöður sínar, Die Kindersprache, halda
1) Á þýzku er þetta svona: „Die Sache, von der der Sprechende oder
Hörende eine Vorstellung hat, kann ein Gegenstand sein, aher auch eine
Eigenschaft, ein Grössenverháltnis, ein Zeitverháltnis, eine Handlung, ein
Vorgang, ein Zustand und alles mögliche, wovon eine Vorstellung ge-
wonnen werden kann. Der Kiirze wegen fasse ich das alles unter der Be-
zeichnung Sache zusammen". (Studien 1,9).