Skírnir - 01.01.1956, Síða 72
70
Halldór Halldórsson
Skimir
því fram, að í máli barna séu orðin ýmist náttúrubundin
eða vanabundin tákn. A byrjunarstigi málþróunarinnar ber
meira á náttúrubundnum táknum, en vanabundnu táknin,
þ. e. orðin, sem börnin læra af fólkinu, sem þau eru sam-
vistum við, verða brátt í yfirgnæfandi meirihluta (sbr. Kin-
dersprache 121—142). Málþróun bama stefnir þannig að því
að gera orð, sem em vanabundin tákn, að meginstofni máls
þeirra, og í máli fullorðinna manna gætir orða, sem em nátt-
úrubundin tákn, mjög lítið. En gæta verður þess vandlega,
að hér er rætt um málið frá samtímalegu sjónarmiði, en ekki
sögulegu. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir, hvað er upprunalegt og hvað er síðar til komið. Nátt-
úrubundin tákn, svo sem viðbragðshljóð, hljóðgervingar og
látæðishljóð, geta ef til vill að einhverju eða jafnvel verulegu
leyti skýrt uppruna málsins, þótt um það sé deilt. Hér verð-
ur ekkert um það fullyrt. Umræðuefni mitt er ekki uppruni
málsins, heldur var ætlunin að líta á þetta atriði frá sjónar-
miði tungunnar eins og hún er nú, og niðurstaðan er sú, að
orðin séu á því stigi að langsamlega mestu leyti vanabundin
tákn. Að vísu koma fyrir í máli fullorðinna manna hljóð-
gervingar, sem menn gera sér grein fyrir, að eru það, og
viðbragðshljóð, t. d. sumar upphrópanir, en ef litið er á mál
ið sem heild, skiptir þetta óverulegu máli.1)
Þeir, sem trúa því, að orð séu nú náttúrubundin tákn, virð
ast hafa gleymt því, að sama orð getur haft fleiri en eina
merkingu og sami hlutur eða sama merkingarmið verið tákn-
uð með mörgum orðum. Hvort tveggja er óskiljanlegt, ef gert
er ráð fyrir því, að orðin séu náttúrubundin tákn. Þá mundi
ekki síður vera erfitt að skýra, hvernig á því stendur, að sami
hlutur er nefndur hinum ólíkustu nöfnum í mismunandi
tungumálum, enda hefir fólki, sem drukkið hefir þessa frum-
stæðu skoðun á málinu í sig með móðurmjólkinni, reynzt
erfitt að átta sig á þessu.
1) Með nokkrum rétti mætti halda því fram, að mörg afleidd og sam-
sett orð séu náttúrubundin tákn, en þá eru stofnorðin, sem til grundvall-
ar liggja, vanabundin. Sjá um þetta efni Stephen Ullman: Words and
Their Use, bls. 35—36.