Skírnir - 01.01.1956, Síða 75
Skírnir
Hugleiðingar um merkingar orða
73
ræðunum. En þetta á sér oft stað — ekki aðeins í deilum,
heldur einnig i venjulegum samræðum, t. d. í sögunni, sem
ég sagði frá í upphafi. Merkingarmiðið, sem Þorvaldur vís-
aði til með orðunum „óhrein ull“ var allt annað en Jón
hugði þessi orð vísa til. Af því spratt misskilningurinn.
I mörgum merkingarfræðiritum á þýzku eru notuð hug-
tökin Begriffskern (,,hugtakskjarni“). Kernbedeutung
(,,kjammerking“), begrifflicher Inhalt („hugtakslegt inn-
tak“) og önnur álíka. Hinn sænski málfræðingur Gustaf
Stern telur í hinu gagnmerka riti sínu, sem ég hefi stuðzt
mjög við í þessari ritgerð, Meaning and Change of Mean-
ing with special Reference to the English Language, að hér
sé um að ræða tilraun til þess að skilgreina hinn fasta þátt
merkingarinnar. Ég lít á þetta nokkuð öðrum augum. Ég tel
þetta alls ekki samhærilegt við það, sem hér er kallað til-
vísun til miðs, heldur sé átt við hinn hugtœka þátt merk-
ingarinnar, sem síðar verður um rætt. Merkingarfræðingar
þeir, sem nota ofangreind hugtök, miða ekki merkingu við
merkingarmið, svo að kenningar þeirra um það, hvað merk-
ing í rauninni er, svífa, að minni hyggju, í lausu lofti. Þeim
er í rauninni ekki ljóst, hvernig sambandi merkingarinnar
við þau fyrirbæri, sem hún er tengd, er háttað.
En ef vel er að gáð, kemur þó í ljós, að tilvísun til miðs
er ekki hinn eini þáttur þess, sem kallað er merking. Fleira
kemur til greina. Mikilsvert atriði er það, sem kalla mætti
skilning málnotanda á merkingarmið, hugmyndir hans um
það og jafnframt tilfinningar hans gagnvart því. Ég kalla
þetta einu nafni viShorf málnotanda. Gustaf Stern nefnir það
subjective apprehension („huglægur skilningur11).
Ef bifreið ekur eftir götunni beint fyrir framan gluggann
okkar, gætum við t. d. sagt: ÞaS fer bifreið eftir götunni, það
hreyfist eitthváS á veginum, eða jafnvel bölváSur háváSi er
þetta. Allar þessar setningar geta vísað til sama fyrirbrigðis
raunveruleikans, þ. e. tilvísun til merkingarmiðs getur verið
hin sama. Allt um það er merking setninganna ólík. Þetta á
rætur að rekja til mismunandi afstöðu málnotandans til
miðsins, en jafnframt þess, að hvert mið hefir mismunandi