Skírnir - 01.01.1956, Page 80
78
Halldór Halldórsson
Skímir
Adolf Noreen skýrir hugtakið merking á mjög svipaðan veg:
Ef orðið merking er notað í víðari merkingu, eins og K. 0.
Erdmann gerir, þá verður innan þess, sem kalla mætti „merk-
ing í víðara skilningi“ að greina milli þessara atriða:
1. Inntak hugmynda („merking í þrengra skilningi11),
2. inntak hugtengsla og
3. inntak tilfinninga.1)
Þess má og geta, að Ilans Sperber fellst á skilgreiningu
Erdmanns í bók sinni Einfúhrung in die Bedeutungslehre
(bls.2).
Eins og þessar skilgreiningar bera með sér, gera höfundar
þeirra ekki ráð fyrir tilvísun til merkingarmiðs, og get ég af
þeirri ástæðu ekki fallizt á þær. Ef ekki er gert ráð fyrir þess-
ari tilvísun til merkingarmiðs, svífa skilgreiningar liugtaksins
merking í lausu lofti. Ýmsir fræðimenn hafa gerzt til þess að
gagnrýna skilgreiningu Erdmanns. Meðal þeirra eru Svíarnir
Erik Wellander og Gustaf Stern. Wellander segir réttilega,
að munurinn á Nebensinn og Gefuhlswert sé svo lítill eða
öllu heldur, að þetta tvennt sé svo nátengt, að ógerningur sé
og jafnvel rangt að greina þar á milli (Studien 1,41). Well-
ander gerir því úr þessu eitt og nefnir Assoziationsgehalt.
Það nafn hefir hann að líkindum fengið frá Noreeh, þó að
hann noti það orð í annarri merkingu.
Á gagnrýni Sterns get ég ekki að öllu leyti fallizt. Hann
telur, að der begriffliche Inhalt sé tilraun Erdmanns til þess
að skilgreina hinn fasta þátt merkingarinnar, þ. e. tilvísun til
miðs (MCM 63—64). Þetta hygg ég, eins og áður hefir ver-
ið drepið á, misskilning. Sundurgreining Erdmanns svarar til
þess, sem hér er áður sagt um hugtækan og geðtækan þátt
merkingar. Þetta er sundurlimun Erdmanns á því, sem hér
2. den Nebensinn. 3. den Gefuhlswert (oder Stimmungsgehalt). Bedeu-
tung 107.
1) Á þýzku er þetta svo: Gebraucht man hingegen mit K. 0. Erdmann
den Ausdruck Bedeutung in weiterem Sinne, so muss man innerhalb der
„Bedeutung in weiterem Sinne“ scheiden zwischen 1. Ideengehalt („Be-
deutung in engerem Sinne“), 2. Assoziationsgehalt und 3. Gefiihlsge-
halt. Wiss. Betr. 217.