Skírnir - 01.01.1956, Page 82
80
Halldór Halldórsson
Skímir
svo kallaða „general semantics“ ræði ég ekki, enda hæpið að
telja þá fræðigrein til málfræði. En benda má á gott alþýð-
legt yfirlit um sumar þessara kenninga í bókinni The Tyr-
anny of Words eftir Stuart Chase.
VII
Þó að hér að framan hafi verið gerð tilraun til þess að
skýra hugtakið merking, má ekki af þessum hugleiðingum
draga þá ályktun, að merking einhvers tiltekins orðs sé fast-
ákveðin heild með glöggum og skýrum takmörkum. Ég vona,
að það, sem ég hefi þegar sagt, gefi ekki tilefni til neinna
slíkra ályktana. Einn þáttur merkingar var talinn vera vana-
bundin notkunartakmörk. En venjur geta breytzt og venj-
ur geta verið ólíkar á mismunandi svæðum. Sama venjan
þarf með öðrum orðum ekki að drottna alls staðar innan sama
málsamfélags og venjur geta einnig verið breytilegar miðað
við tima. Þetta er skylt að hafa í liuga.
En óglögg merkingatakmörk eiga þó ekki einkum stoð í
þessu. Þau eru aðallega tvenns konar. Oft kemur það fyrir,
að óskýrt er, til hvaða miðs eða miða merking orðs getur vís-
að. En takmörk viðhorfs málnotanda til miðs geta engu síð-
ur verið óglögg.
K. Jaberg hefir ritað um þetta (i Herrings Archiv 136, 96
og áfr., sbr. MCM 63—65), og nefnir hann fyrra fyrir-
brigðið, að sögn Sterns, objective uncertainty, en hið síðara
linguistic uncertainty. Um þetta farast Gustaf Stern svo orð:
„Miðað við þau fræðiheiti, sem ég nota, er hin fyrri
tegund óvissu skortur á þekkingu á merkingartakmörk-
um orðsins, en hin síðar greinda skortur á þekkingu á
merkingarmiðinu.11 J)
Ég tel þessa skýringu Sterns algerlega ranga. Óglögg merk-
ingartakmörk þurfa ekki að stafa af neinum þekkingarskorti.
Þau bera oft aðeins vitni um sveigjanleika merkingarinnar.
Ef við berum saman orðið stór í tveimur setningum, t. d.
1) Á ensku er þetta svo: In my terminology, the former type of un-
certainty is lack of knowledge of the range of the word, the latter is lack
of knowledge concerning the referent. (MCM 64).