Skírnir - 01.01.1956, Síða 85
Skírnir
Hugleiðingar um merkingar orða
83
blöndun við skyldar þjóðir en t. d. Svertingja. Ég svara ekki
þessum spurningum af þeirri einföldu ástæðu, að ég hygg,
að ógerningur sé oft og einatt að fullyrða, hvern við köllum
Islending að ætterni og hvern ekki. Ég tel ekki heldur, að
íslendingur a8 ætterni sé sérstök merking orðsins Islendingur,
heldur sérstakur þáttur merkingar orðsins, og sambandið við
aðra þætti ráði oft og einatt, hvort við köllum mann fslend-
ing eða ekki. En þetta ætti að nægja til þess að sýna, að
merkingartakmörk þessa þáttar eru óglögg.
3. Islendingur að jnóSurmáli. Ég vil taka fram, að með
orðinu móðurmál á ég ekki við hina „etymologisku“ merk-
ingu orðsins. Sumir alast ekki upp með mæðrum sínum, en
eiga þó sitt „móðurmál“. Með móðurmáli á ég við það mál, sem
notað er á bernskuheimili manna og í bernskuþjóðfélagi þeirra
og þeim verður af þeim sökum tamast. En er það alveg ör-
uggt, að Islendingur að móSurmáli hafi, þótt þessi merking
sé lögð í orðið móðurmál, skýr merkingartakmörk? Vel er
hugsanlegt, að börn læri tvö mál samtímis í bernsku. Til
dæmis er það algengt um börn, sem alast upp í landamæra-
héruðum eða löndum, þar sem tvær tungur eru notaðar.
Þessi skilyrði eru að vísu ekki fyrir hendi hér, en þó eru hér
til tvítyngd börn. Ég þekki barn, sem á danska móður, en
íslenzkan föður. Barnið lærði bæði dönsku og íslenzku sam-
tímis í bcrnsku. Það lærði einkum dönsku á bernskuheimil-
inu, en íslenzku í bernskuþjóðfélaginu. Er þetta barn íslend-
ingur að móðurmáli? Ef farið er eftir „etymologiskri" merk-
ingu orðsins móðurmál, er spurningunni auðsvarað, en ef sú
merking, sem ég lagði áðan í orðið, er lögð til grundvallar,
er ógerningur að svara spurningunni. Eða hvað eigum við
að segja um fyrstu íslenzku kynslóðina, sem ólst upp í Vestur-
heimi? Sú kynslóð talaði íslenzku á heimili sínu, en lærði
ensku af þjóðfélagi því, sem hún heyrði til.
Hér ber allt að sama brunni. Hvernig sem merking orða
er sundurlimuð, finnst sjaldnast nokkuð, sem verðskuldar að
heita glögg merkingartakmörk.
Við skulum nú að lokum til gamans taka til athugunar
orðið piparkerling. Tvö einkenni merkingarinnar skera sig úr.