Skírnir - 01.01.1956, Síða 99
Skírnir Um merkingu matsorða og hlutverk siðfræðinga 97
Ef einhver hrópar „húrra“, væri kjánalegt að spyrja: „Er
það satt?“ Ef einhver stígur á tána á mér, er líklegt, að ég
hrópi: „Æ“. Upphrópunin mundi láta í ljós tilfinningar mín-
ar. Ef ég segi aftur á móti, að hinn seki hefði ekki átt að
gera þetta, það hefði verið rangt af honum að gera það, fel-
ast í orðum mínum tilmæli um, að sökudólgurinn hæti ráð
sitt. Ég læt með orðum mínum í ljós þá skoðun, að menn eigi
ekki að troða á tánum á náunganum, ef þeir geta komizt
hjá því. Enn fremur má benda á það, að við leggjum oft mat
á hluti, þótt ekkert rót virðist vera á tilfinningum okkar. Það
virðist vera munur á orðum, sem notuð eru til að meta og
upphrópunum, þótt öll þessi orð gefi að jafnaði til kynna við-
horf okkar til einhvers.
VI. Um boðhátt og mat.
Ég hef þegar drepið á, að í mati virðist felast tilmæli um,
að menn breyti á einhvern ákveðinn hátt. Tæpast er þó full-
nægjandi að segja, að „x er gott“ merki „ég tel x hafa gildi,
ger þú slíkt hið sama“. Ástæðan fyrir þessu er sú, að í stað-
hæfingu minni, að eitthvað sé gott, kunna að felast tilmæli
um, að aðrir ættu að vera mér sammála, en varla skipun.
Rétt er þó, að ýmislegt er sameiginlegt með skipunum og
gildisdómum, boðhætti og notkun framsöguháttar og við-
tengingarháttar, þegar þessir hættir eru notaðir til þess að
leggja mat á hluti. Ungur brezkur heimspekingur R. M. Hare
hefur lagt mikla áherzlu á, að notkun málsins til mats og
skipana sé hliðstæð. Hare hefur sett skoðanir sínar fram í
lítilli bók, sem út kom á árinu 1952 og ber heitið The Langu-
age of Morals. Moore taldi, að siðfræðingum bæri að for-
vitnast um, hvaða hlutir hefðu gildi, Ayer leggur höfuð-
áherzlu á vandamálið um merkingu siðadóma, og Hare segir
okkur í inngangi að bók sinni, að siðfræði sé rökfræðileg
greining á þeim hluta tungunnar, sem notaður er til þess að
dæma um hegðun, meta hana, leggja mönnum lífsreglur,
kenna mönnum siðaboð o. s. frv. Siðfræðingurinn leitar þá
ekki lengur vitneskju um, hvað geri dygðuga breytni dygð-
uga, heldur greinir hann, hvernig við notum orð til að fella
7