Skírnir - 01.01.1956, Síða 102
100
Páll S. Árdal
Skírnir
Orð og setningar eru tæki, sem við notum í ýmsum tilgangi,
og hafa í rauninni merkingu í notkun. Ef við spyrjum um
merkingu orðs, er rétta svarið lýsing á aðstæðunum, sem hægt
er að nota orðið í og hlutverkinu, sem það getur gegnt. Sam-
bandið, aðstæðurnar geta breytt hlutverki orða. Við getum t.d.
notað matsorð í háði. „Gæðakonan góða grípur fegin við“ seg-
ir í kvæðinu. Við verðum að þekkja aðra hluta kvæðisins, ef
við eigum að geta skilið, hvað átt er við með þessari setningu.
Það væri jafnvel villandi að segja, að hér sé merkingu mats-
orðanna í raun og veru snúið við, merking „gæðakonan góða“
sé hér „illa kerlingarskassið“. Háðsleg notkun málsins þjónar
hér ákveðnum tilgangi, og það væri fátæklegra tæki, ef ekki
væri hægt að nota það á þennan hátt. Hér er einungis minnzt
á þetta til að leggja áherzlu á, hve þröngan skilning Moore
hefur á því, hvernig orð hafa merkingu.
Vffl. Um siðareglur og breytni.
Siðadómar eru ein tegund mats, en hafa þó dálitla sérstöðu,
því að er við leggjum siðferðilegt mat á menn, metum við þá
sem menn, en ekki sem sláttumenn, kaupmenn o. s. frv. Sam-
líf manna er ómögulegt, ef mælikvarðinn, sem við notum hér,
siðaboðin, sem við förum eftir, eru gjörólík. Ef ráðizt er á
siðahugmyndir okkar og við neyðumst til að breyta þeim,
kostar það mikið átak, enda er ekki óalgengt, að menn telji
siðareglurnar, sem þeir lærðu í æsku, byggðar á óyggjandi
sannindum, að siðgæði þeirra sé fullkomið, ef þeir einungis
hlýða þessum reglum í einu og öllu. Því miður er málið ekki
svona einfalt, og ástæðan er sú, að stundum geta tvær siða-
reglur stangazt á. Eigum við að segja til um dvalarstað manns,
ef morðvargur spyr okkur um hann? Flestir mundu telja, að
við ættum ekki að gera það, að réttlætanlegt sé að segja ósatt,
þegar svona stendur á. Þó teljum við, að rangt sé að segja
ósatt. Ef við fylgjum þessari reglu hér, mundum við verða
að brjóta það siðaboð, að okkur beri að vernda líf náungans.
Sumir kunna að segja, að við getum hér hlýtt báðum siða-
boðunum með því að segja satt og ráðast síðan á morðvarg-
inn. En ef hann skyldi nú vera stór og vopnaður, ég lítill og