Skírnir - 01.01.1956, Page 103
Skírnir Um merkingu matsorða og hlutverk siðfræðinga 101
vopnlaus, bcndir allt til, að tveimur lífum verði hér fórnað.
Þótt ég taki það ráðið að segja árásarmanninum ósatt, hef
ég þó ekki varpað fyrir borð reglunni, að rangt sé að segja
ósatt. Ef ég gerði það vegna þess, aS ég taldi þáS rétt, er ég í
rauninni að leggja til með breytni minni, að siðaboðið verði
afmarkað nánar, að til séu aðstæður, þar sem það á ekki við
í óbreyttri mynd. Siðareglur og siðaboð eru ekki algild sann-
indi, sem hægt er að beita til lausnar vandamála á vélræn-
an hátt, því að við sköpum ný siðaboð og afmörkum önnur
nánar með breytni okkar. Menn styðjast við siðaboð í líferni
sínu, en skapa þau á sama tíma. Sambandið milli reglna og
breytni er gagnvirkt (reciprocal and dynamic).
IX. Siðfræðinni er þröngnr stakkur sniðinn, ef rökfræði-
leg greining er eina aðferð hennar.
Hare gerir enga tilraun til að svara annarri spurningunni,
sem Moore taldi, að siðfræðingum bæri að leita svars við, því
að í riti hans finnum við engar leiðbeiningar um, hvernig
okkur beri að breyta, að hverju við eigum að stefna í lífi
okkar. Ekkert svar er gefið við spurningunni um eðli dygðar-
innar, hvað geri dygðuga breytni dygðuga. Hann virðist telja
hlutverk sitt það eitt að varpa ljósi á hlutverk matsorða í
tungunni. Þetta hefur gildi, heimspekilegt gildi, einkum vegna
þess, að hann sýnir fram á, að ónauðsynlegt er að búa til
dularfulla eiginleika til þess að gera grein fyrir því, hvernig
siðahugtök hafa merkingu.
Sem rökfræðilegur greinandi getur siðfræðingur af þessum
skóla bent á ýmsar rökvillur í réttlætingum manna á breytni.
Sem dæmi má taka þá algengu röksemdafærslu, að það sé sið-
ferðileg skylda okkar að hlýða boðorðunum vegna þess, að
guð hafi skipað okkur að gera það. Ástæðan fyrir því, að þessi
röksemdafærsla virðist í fljótu bragði skýra, hvers vegna boð-
orðin eru rétt siSaboS, er sú, að við trúum því, að guð skipi
okkur aldrei að gera það, sem rangt er. Guð skipar okkur þá
að hlýða boðorðunum vegna þess, að þau eru rétt siðaboð,
en sú staðreynd, að guð fyrirskipar þau, gerir þau ekki rétt.
Við sjáum því, að við erum jafnnær um það, hvers vegna