Skírnir - 01.01.1956, Síða 110
108
Jóhann Gunnar Ólafsson
Skírnir
Má af þessu ljóst vera, að miklar ættir stóðu að Magnúsi
digra og margt stórmenni hið næsta honum.
Foreldrar Magnúsar giftust árið 1636 og settu þá bú í
Vatnsfirði, og þar fæddist Magnús þeim ári síðar. Þó að þau
hjón væru um margt merkileg og mikilhæf, var drambsemi
þeirra við brugðið, en þó einkum húsfreyju, og var Vatns-
fjarðardrambsemin orðlögð við Djúp. Séra Jón var lærður
maður og um skeið skólameistari í Skálholti, eftir að hann
kom frá námi í Kaupmannahöfn, þá ungur að aldri. Hann
var skáld sem margir forfeður hans, og liggur eftir hann
allmikið af andlegum og veraldlegum kveðskap, þar á meðal
rímur. Hann þýddi einnig nokkrar guðsorðabækur á íslenzku,
og eru sumar þeirra prentaðar. En merkast af ritverkum
Jóns er Vatnsfjarðarannáll.
Séra Jón og Hólmfríður áttu mörg börn, auk Magnúsar.
Synir þeirra hjóna voru: 1. Guðbrandur, prófastur í Vatns-
firði, fræðimaður og skáld. Eftir hann er Vatnsfjarðarannáll
yngri, og einnig hefur ættartölubók ein varðveitzt eftir hann.
2. Séra Sigurður, prófastur í Holti í Önundarfirði. Hann var
fræðimaður og samdi annálsgreinar. 3. Oddur digri á Reyni-
stað í Skagafirði og 4. Ari, bóndi á Sökku í Svarfaðardal.
Dætur þeirra séra Jóns og IJólmfríðar voru þessar: 1. Ragn-
heiður eldri, kona Torfa Jónssonar, sýslumanns í Flatey.
2. Ragnheiður yngri, fyrst gift Gísla Þorlákssyni, biskupi á
Hólum, og síðan Einari Þorsteinssyni, biskupi á Hólum. 3.
Anna, kona séra Ölafs Þorvarðssonar á Breiðabólstað í Vest-
urhópi. 4. Helga, kona Teits Torfasonar, ráðsmanns í Skál-
holti, og síðan séra Þorsteins Geirssonar í Laufási.
Öll voru böril séra Jóns og Hólmfríðar mikilhæf og stór-
brotin, og er margt manna frá þeim komið.
III
Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum í Vatnsfirði. Ung-
um var honum haldið til bókar, og í Skálholtsskóla var hann
árin 1652 og 1653. Árið 1653 er hann í efra bekk, þá talinn
16 ára gamall, og er þess þá getið, að hann hafi verið tvö ár
í skólanum. Næsta ár er hann ekki talinn meðal skólapilta