Skírnir - 01.01.1956, Síða 111
Skírnir
Magnús Jónsson í Vigur
109
og hefur þá hætt námi. Ókunnugt er um ástæður til þess,
að Magnús hvarf frá námi, og mætti helzt geta upp á því,
að hann hefði veikzt, því að naumast verður gert ráð fyrir
því, að hann hafi skort til þess gáfur eða löngun. Líklega
hefur Magnús einnig verið til náms eða dvalar hjá séra
Jóni Jónssyni í Holti í Önundarfirði, sem síðar varð tengda-
faðir hans.
Magnús kvæntist fyrst Ástríði, dóttur séra Jóns í Holti.
Kaupmáli þeirra var gerður í Holti l.september 1662, og
var Magnús þar staddur þá. Séra Jón Arason ætlaði syni
sínum tíutíu hundruð í fasteign, þar á meðal ögur og Vigur
fyrir 52 hundruð, en í lausafé eitt hundrað hundraða. Séra
Jón taldi dóttur sinni 80 hundruð í jörðum og 60 hundruð
í lausafé. En Magnús átti að gefa Ástríði fjórðungsgjöf eftir
fjármagni. Augljóst er, að brúðhjónin áttu ekki að byrja hú-
skapinn af vanefnum. Hundraðið jafngildir kýrverði, svo að
um mikla fjármuni var að ræða.
Séra Jón í Holti var sonur séra Jóns Sveinssonar, prófasts
í Holti, bróður Brynjólfs hiskups, en móðir Jóns Sveinssonar
var Þórunn, dóttir Björns Hannessonar, Eggertssonar lög-
manns og hirðstjóra á Bæ á Bauðasandi. Þau Ástríður og
Magnús voru þannig þremenningar að frændsemi og fengu
konungsleyfi til að ganga í hjónaband.
Kaupöl þeirra var haldið í Holti 6. september 1663. Þau
voru í Holti, líklega búlaus, hjá séra Jóni, þangað til árið
1666, að þau fluttust að ögri í Isafirði og reistu þar bú. I
Vatnsfjarðarannál yngri, annál séra Guðbrands, bróður
Magnúsar, er þannig sagt frá flutningnum að ögri: „Flutti
Magnús Jónsson sig frá Holti til ögurs fyrir núpa fram á
skipi“. I’etta hefur þá þótt sögulegt ferðalag, því að það var
ekki oft á þeim árum, að menn fluttust sjóleiðis milli fjarða
með búslóð sína. Hitt var að visu virks dags atburður, að Vest-
firðingar beittu skipum sínum á haf út, bæði til fiskiróðra
og í hákarlalegur, hvort heldur var að vetrarlagi eða að
sumrinu.
Magnús bjó aðeins skamma hríð að ögri. Þaðan fluttist
hann í Vigur, en báðar þessar jarðir voru eign hans, eins og