Skírnir - 01.01.1956, Page 118
116
Jóhann Gunnar Ölafsson
Skírnir
ögri, en þó ekki bratt. Síðan segir Jón: „Fékk hann sér hjá
Dönskum cariolu eða sleða, sem hann lét aka sér í niðri á
strönd og sjóvarsandi. Var og matmaður mikill, því hann
hafði haft tvær merkur smjörs til hvers máls í tínu sína eða
meir . . . En þá hann dó hefði kviðurinn sprungið, svo fitu-
lækirnir hefðu runnið eftir skálagólfinu.“
Þessi sögn er ekki sennileg, en vera má þó, að einhver
fótur sé fyrir henni.
Magnús andaðist 23. marz 1702.
VIII
Enn þá er órakið það, sem haldið hefur nafni Magnúsar
digra á lofti. En það var fræðasöfnun hans og kveðskapur.
Hvergi hef ég séð gerð skil kveðskap hans, og hér verða ekki
tök á að gera rækilega grein fyrir því, sem hann orti. Engin
rannsókn liggur fyrir um það, og fátt eitt er prentað af ljóð-
mælum Magnúsar. Hann mun þó hafa verið skáld gott, eins
og þeir margir ættmenn hans. Nokkuð mun hann hafa þýtt
af dönskum og þýzkum þjóðkvæðum, og allmikið hefur hann
ort af sálmum. Hafa margir þeirra varðveitzt í sálmasöfnum
hans og annarra.
Fátt eitt hefur geymzt af veraldlegum kveðskap Magnúsar,
sem honum verði eignað með vissu. I handriti einu í Árna-
safni, sem hefur að geyma sögu Hrólfs kraka, eru skrifaðar
tvær vísur um Hrólf. Leikur naumast vafi á því, að þær séu
eftir Magnús. Er þetta erindi allvel kveðið og her vott um
hagmælsku:
Hrólfur kraki, kóngur í Danaveldi,
mælt er ei héldi
á mundar eldi,
meðan að lifði sómaskýr.
Lízt mér vaki lofið hans enn í kveldi,
og að honum felldi
örvum seldi
ágæt dæmin sjóli dýr.