Skírnir - 01.01.1956, Page 119
Skímir
Magnús Jónsson í Vigur
117
Rétt með sann er rætt um þann
rausnarfreka afreksmann,
að vildara fann ei virða en hann
um veröld í heiðni, hvert sem snýr.
Auk þess eru til þrjár vísur eftir Magnús um þá Hænsna-
Þóri, Þóri hálegg og Án bogsveigi, svipaðar þessari að efni.
Enn fremur þessi vísa um ættmenn hans, þá Jón Magnús-
son, sýslumann í Hvammi á Barðaströnd, Ara í ögri, Magnús
prúða og Eggert Hannesson lögmann:
Fæstir vísdóm festu
fram yfir Jón í Hvammi,
annars enn að sönnu
Ara sóminn varir.
Magnús mjög í Ögri
menntum jafnan þénti,
Eggert Hannesson hyggur,
hagastur dóm að laga.
Mikið er enn til af sálmum og öðrum andlegum skáldskap
Magnúsar. Ekki sker sá skáldskapur sig úr öðrum kveðskap
aldarinnar af því tagi. En þó ber hann með sér, að Magnús
hefur verið allgott skáld. Hefst einn sálmur hans á þessa leið:
Dagur er kominn að kveldi,
kært lof sé, drottinn, þér,
er hátt í himna veldi
hefur oss verndað hér.
Af líkn og miskunn mjúkri
mest stoðað lif og sál,
náð þín í nótt oss hjúkri,
að nálgist ei djöfuls tál.
Lítið mun Magnús hafa flíkað skáldskapargáfu sinni og
ljóðagerð. Þá er ekki grunlaust, að verið geti eftir hann ýmis
þeirra kvæða, sem er að finna í syrpum hans og ekki er
höfundar við getið. Mætti þar til nefna nokkur vikivaka-
kvæði, sem geymzt hafa í Kvæðabók úr Vigur, og jafnvel