Skírnir - 01.01.1956, Page 120
118
Jóhann Gunnar Ólafsson
Skírnir
vísur í háttalykli, sem þar er einnig. Vel gæti eitt kvæðis-
korn með þessu viðlagi verið eftir Magnús:
Fagrar heyrði eg raddir
við Niflungaheim,
eg get ekki sofið fyrir
söngvunum þeim.
Kvæðið hefur verið eignað Páli Vídalín, tengdasyni Magn-
úsar, en það getur ekki verið eftir hann. Magnús hefur val-
ið þessu kvæði fyrirsögnina: Kvæði eitt margtekið.
f Árnasafni og Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn,
British Museum í Lundúnum, Konunglega bókasafninu í
Stokkhólmi, Landsbókasafni og víðar eru til 39 handrit úr
eigu Magnúsar digra, frá honum runnin eða honum tengd.
Mörg hefur hann sjálfur skrifað, en fleiri hefur hann látið
gera fyrir sig. Feðgar tveir rituðu fyrir hann margar bækur
og stórar. Það voru þeir Þórður Jónsson í Skálavík, Skarði og
víðar og Jón Þórðarson á Strandseljum. Og fleiri menn lét
hann skrifa fyrir sig bækur.
Er augljóst, að Magnús hefur átt ágætt og fjölbreytt hand-
ritasafn, og munu þó ekki öll kurl hafa komið til grafar.
Kunnugt er um handrit, sem Magnús lét gera, að þau hafa
farið forgörðum. Magnús var ekki nema 16 ára gamall, þegar
hann byrjaði að láta gera fyrir sig bækur og safna þeim.
Er því ekki að furða, þó að bókasafn hans yrði mikið, áður
en yfir lauk.
Þá má ráða af þremur sendibréfum Magnúsar til séra Jóns
Jónssonar í Holti, að hann hefur ungur komizt yfir sögu-
bækur. 1 bréfi, dags. 9. ágúst 1662, kemst Magnús svo að
orði: „Bækur mínar, vildi ég, að hjá yður geymdar væru, inn
til þess að ég eftir þeim boð gjöri síðar. En Grettlu bið ég
yður mér nú með Þorleifi senda. Hinar mega seinni tímanna
bíða.“
I bréfi frá 28. desember 1662 segir svo: „Kverkornið, sem
um biðjið, skuluð gjarnan þá og svo fá í minni för, því yður
mun það einu gilda, þó það ei að sinni sendi, en sé nokkuð