Skírnir - 01.01.1956, Page 130
128
Gunnar Sveinsson
Skímir
Rit þau, sem Magnús lét eftir sig, eru bæði mikil að vöxt-
um og fjölbreytt að efni. Eru þau að miklu leyti skáldskapar-
kyns: kvæði, leikrit og sögur, og eru kvæðin merkust. Þau
eru langflest stutt og fremur efnisrýr, en formþýð og ljóðræn,
og eru mörg þeirra ort við sönglög. Alls munu kvæði hans
vera a. m. k. á 6. hundrað að tölu, og er fyllsta safn þeirra í
eiginhandarriti í fB 523, 8vo, en eru þar að mestu á lausum
blöðum og í óreiðu.1) Víðast hvar eru ártöl við kvæðin, svo
að sjá má, hvenær þau eru ort. f þessu safni er kvæðakverið
Syrpa, sem hefur að geyma kvæði frá síðasta ári Magnúsar
í Bessastaðaskóla (1845—46). Eitt þeirra, Vetrarkoma, birt-
ist í októberhefti Reykjavíkurpóstsins 1947, en í apríl það ár
hafði fyrsta kvæði hans birzt á prenti í sama tímariti: Frá
lœrisveinum í Reykjavíkurskóla til kammerherra, stiftamt-
manns T. Hoppe (einnig sérprentað). Þau 2 ár, sem Magnús
var í lærða skólanum, orti hann um 120 kvæði, sem varð-
veitzt hafa, að því er mér telst til. Af þeim hefur Hallgrímur
Hallgrímsson valið 16 í Úrvalsrit Magnúsar, en þau komu út
í Reykjavík 1926. Kvæði eru þessi: Andlátsorö Þorkels mána,
Þórólfur mostrarskegg, Bára blá,2) Heimfýsi úr skóla, ReiS-
vísa, Hulda, Öræfajökull, Vísa, „GóÖur hver genginn“, Ný-
ársvísur, Sólarlag, Ástaálfarnir, Undir hIjóSfœraslætti og söng,
Vísa, ÞorrablótiS hjá skessunum og Til Rosenörns stiftamt-
manns. Yrkisefni Magnúsar eru allfjölbreytt, en langmest
kveður að náttúrukvæðum, sem hann hefur einkum ort á
sumarferðum sínum. Sýna þau ásamt sæg af ferðavísum
hrifningu hans og ást á fegurð og blíðu íslenzkrar náttúru í
sumarskrúði. Tækifæriskvæði hans og ástakvæði eru og öðr-
um þræði náttúrulýsingar. Stöku sinnum orti hann um sagna-
efni, sbr. 2 fyrstu kvæðin í upptalningunni hér að framan,
en kvæði hans um þjóðsagna- og ævintýraefni eru vonum
færri (ÞorrablóliÖ hjá skessunum, Hulda og Ástaálfarnir í
tJrvalsritum). Áhrif á kveðskap Magnúsar eru víðtækust frá
Jónasi Hallgrímssyni.
1) Aðgengilegra eftirrit kvæðanna er í JSS16, 8vo.
2) Þetta alþekkta kvæði var sungið við leikþáttasýningu skólapilta á
annan páskadag 1847, svo sem sjá má á lausu blaði í IB 979a, 8vo.