Skírnir - 01.01.1956, Síða 131
Skírnir
Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882
129
Veturinn 1846—47 léku skólapiltar fjórum sinnum samtöl
fyrir bæjarbúa. Voru þau 15 að tölu, og lýsir Magnús þeim
í grein í fírœ'Srablaði pilta 24. apríl 1847.1) Eitt þeirra nefn-
ist Rútur og Svelgur, og eignar Lárus Sigurbjörnsson það
Magnúsi, telur það vera gamanleik, en handritið glatað.2)
Eflaust er þetta sama samtal og til er með hendi Magnúsar
í ÍB 359 V, 4to. Efnið er á þá leið, að 2 menn, Drykkjurútur
og Kaffisvelgur, þrátta um það, hvor leiðin sé greiðfarnari
„ofan að Gröf“, Víngatan eða Kaffistígurinn. Samtal þetta
er samið í því skyni að vara menn við ofneyzlu víns og
kaffis, en er hvorki leikrænt né listrænt að gerð. Hið sama
má og segja um tvö önnur skólaleikrit Magnúsar: brot úr
leikriti, sem Lárus Sigurbjörnsson nefnir Lukkuvillt,3) og
Kvöldvöku í sveit. 1 leikritsbrotinu, sem er allfyndið, kemur
einnig fram bindindisboðun. Kvöldvaka í sveit var prentuð
snemma árs 1848 og aftur í tJrvalsritum Magnúsar. Þetta
eru viðræður sveitafólks um ýmis þjóðfélagsmál og umbætur.
Merkast er leikrit þetta vegna lýsingarinnar, sem þar er á
kvöldvöku í sveit.
Árið 1845 hófu þeir Magnús og Jón Árnason þjóðsagna-
söfnun sína, og mun Magnús þar hafa verið hvatamaðurinn.
I Bræðrablaði er rituð sagan Hornafjarðarfljót og merkt hon-
um.4) Sýnir hún, að Magnús hefur viljað skreyta sögur sínar
með íburðarmiklu orðfæri og náttúrulýsingum.
Að loknu námi í latínuskólanum sinnti Magnús bókmennta-
störfum áfram af kappi. Hann hélt áfram að yrkja á svip-
aðan hátt og áður, en ljóðagerð hans tók ekki framförum.
Hefur hann því öðlazt fullan kveðskaparþroska þegar í skóla,
og er slíkt þó fremur sjaldgæft. Auk ljóðanna samdi hann 2
leikrit: nafnlaust leikrit (eða leikbrot)5) og BónorÖsförina.6)
1) Lbs. 3317,4to, 15,-—18. bls.
2) Islenzk leikrit 1645—1946, Árbók Landsbókasafnsins II (1945), 71.
3) Sama, 71.bls.
4) Lbs. 3317, 4to, 120.—121. bls. (5. desember 1847). Þetta er sama
gerð sögunnar og Ölafur DavíSsson prentaði í Sunnanfara í febrúar 1896
og eignaði Magnúsi, en þó með lítils háttar orðamun.
5) IB 72, fol.; kann að vera samið á skólaárum Magnúsar.
6) Prentuð 1852 og aftur í ÍJrvalsritum Magnúsar.
9