Skírnir - 01.01.1956, Side 133
Skírnir Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882 131
blaði 2. maí 1847.1) Hann lýsir þar unaði og tign íslenzkrar
náttúru á öllum árstíðum. Náttúrufegurðin verður til þess
að beina huga hans að dýrð drottins, en hún birtist alls staðar
og um alla eilífð í verkum hans, náttúrunni. Kvæði þetta her
mjög af öðrum skólapiltakveðskap um þessar mundir, þótt
ekki sé það lýtalaust. Það ber því glögglega vitni, að Skúli
hefur verið gott efni í skáld, og er vert að geta þess í því
sambandi, að hann var systursonur Bjarna Thorarensens.
Þriðja skólakvæði sitt orti Skúli að beiðni Sveinbjarnar rekt-
ors Egilssonar, er andlátsfregn Kristjáns konungs VIII barst
hingað til lands á öndverðu ári 1848. Jón Árnason fann síðan
kvæðið meðal kvæða Sveinbjarnar, eignaði honum það og
lét prenta það í LjóSmælum hans 1856. Þegar séra Skúli sá
þar kvæði sitt, skrifaði hann Jóni á þessa leið: „Eg gjöri ráð
fyrir yður þyki áríðandi að leggja engum fúleggjum í hreið-
ur Egilsens sáluga, og því læt eg yður vita, að eg hef gjört
sönginn nr. 2 yfir Kristján konung 8. bls. 63—4, en ekki hann
. . . Eg vil ekki vera þekktur fyrir þetta kvæði, en það er þó
betra að skömm skelli á sekum en látnum merkismanni, sem
hefir ort allt öðruvísi." 2) Þó að séra Skúli fari hér hörðum
orðum um þetta kvæði sitt, er það sízt verra en almennt gerð-
ist um slík tækifæriskvæði á þessum tíma.
Ferðasagan Lambarekstur birtist í Bræðrablaði 22. október
og 25. nóvember 1848.3) Segir Skúli þar frá því, er hann
rak eitt sinn í bernsku ásamt félögum sínum stekkjarlömb
suður á heiðar. Inn í frásögnina fléttar hann hugsunum sín-
um í ferðinni og einnig óþægilegum bernskuminningum.
Taka þá hugleiðingar hans að snúast um fánýti tilverunnar,
en örugg trúarvissa hans vísar á bug öllum efasemdum úr
huga hans og fær honum huggunar. 1 ferðasögunni, sem rit-
uð er á fögru máli, kemur og fram, að Skúli hefur þegar á
unga aldri verið gæddur ríku hugsæi og fjörugu ímyndunar-
afli. Hefur þetta hvort tveggja komið honum að góðu haldi
síðar meir við þjóðsagnaritunina og gert alla frásögn hans
1) Lbs. 3317,4to, 23.—25. bls.
2) Úr fórum Jóns Árnasonar I, Reykjavík 1950, 63. bls.
3) Lbs. 3318, 4to, 11.—17. bls.