Skírnir - 01.01.1956, Síða 134
132
Gunnar Sveinsson
Skírnir
Jón
Þórðarson.
svipmeiri og innilegri en ella hefði orðið. En þjóðsögur séra
Skúla, þær sem Jón Árnason tók í safn sitt 1862—64, hafa
löngum þótt bera af öðrum þjóðsögum íslenzkum að frá-
sagnarsnilld. Sigurður Nordal gaf þær út í heild sinni árið
1947 í Sagnakveri Skúla Gíslasonar.
Séra Skúli lagði ekki rækt við skáldgáfu sína. Hann mun
ekkert hafa hirt af skáldskap eftir sig, en að honum látnum
var prentaður sálmur einn eftir hann, Sælasta stund lífsins,
í aprílhefti Sameiningarinnar 1889.
Jón Þór'Sarson fæddist 3. október 1826 á Bessastöðum á
Álftanesi. Hann sat í Bessastaðaskóla 1843—46 og síðan í
Reykjavíkurskóla, varð stúdent þaðan 1849
og Prestaskólakandidat 1851. Hann var bisk-
upsskrifari í Laugamesi til 1856, er hann
vígðist til Auðkúlu, þar sem hann var prestur til dauðadags,
en hann andaðist 13. júní 1885.
í skóla samdi Jón stuttan gamanleik í 4 þáttum. Fyrsti
þáttur mun nú vera glataður, en hina 3 þættina er að finna
í Bræðrablaði í apríl og maí 18474) Þar er leikritið nefnt
TrúSur, en í ritdómi er það kallað HjúkólfsferSin, trúSleikur
í 4 þáttum.1 2) 1 eftirmála skýrir Jón frá því, hvaða einkenn-
um hann hafi ætlað að lýsa í fari persónanna, en þau eru
hégómleg skrautgirni kvenna, öpun eftir Dönum, lausung í
ástamálum, drykkjuskapur í veitingahi'isi bæjarins (Hjúkólfi)
og loks skortur á skyldurækni. Leikritið er fyndið á köflum,
en annars ómerkilegt, dönskuskotin samtölin viðvaningsleg
og persónulýsingar óskýrar. Höfundurinn játar í eftirmál-
anum, að leiknum sé í mörgu ábótavant, og kveðst ekkert
skáld vera.
I Bræðrablaði eru 2 ævintýri, sem Jón hefur samið: Fíf-
ill(inn)3 4) og Geislinn og fjóland) Um svipað leyti hefur
hann „snúið og breytt“ ævintýri einu eftir H. C. Andersen.
1) Lbs. 3317, 4to, 3.—28. bls. (passim).
2) Sama, 4S. bls.
3) Lbs. 3318, 4to, 19.—26. bls. (25. nóv. og 3. des. 1848).
4) Sama, 69,—72. bls. (29. apríl 1849 o. áfr.).