Skírnir - 01.01.1956, Síða 149
Skírnir íslenzkur skólaskáldskapur 1846—1882 147
eftir Byron, Thomas Moore, Tegnér, H. C. Andersen og Wie-
land.
Á skólaárum sínum orti Kristján allmikið. Af skólaljóðum
hans birtust 14 í blöðunum og 7 í 2. útgáfu kvæðasafnsins
Snótar 1865. Fjöldi kvæða hans var og ritaður í skólablaðið
Fjölsvinn 1867—68, en eldri árgangar þess munu nú glataðir.
Skólakvæði Kristjáns eru mjög með sama svip og hin eldri
kvæði hans, mestmegnis bölsýniskvæði, eins og Ekki er allt
sem sýnist (189—91), Allt breytist (136—40) og Gröfin
(187—88). Kvæðið Grafarasöngur (130—34) er svipmikið
og vel ort. Mildari að blæ eru AndvarpiÖ (362—63) og Tárið
(129). Náttúrukvæði hans eru ýmist þunglyndisleg, svo sem
Nótt (191—92), eða hressileg, eins og Þorraþrœllinn 1866
(127—29). Tækifæriskvæði hans eru ekki merkileg, en tvö
íslandsminni eru enn allkunn, NorSur við heimskaut í sval-
köldum sævi (341—42) og Island, ísland, ó, ættarland (346
—47), en þó einkum vegna sönglaganna. Sum gamankvæði
Kristjáns eru ágæt, eins og Pelinn (252—53) og Minning
Hróbjarts (276—78), sem var alkunnur brennivínsberserkur
í Reykjavík í þá daga. ■—■ Þýðingar Kristjáns hafa misjafn-
lega tekizt. Hann þýddi kvæði eftir Virgilius, Schiller, Heine,
Runeberg, Bellmann, Wessel, Erik Bögh o. fl. Einna beztar
eru þýðingar hans á Deyjandi hermanni eftir Runeberg (153
—56) og Skáldinu í útlegSinni eftir Heine (209—10).
Kristján samdi nokkur leikrit á skólaárum sínum. Tveir
örstuttir leikþættir fjalla um skólabræður hans: Fundur í
Bandamannafélaginu1) og BiSlarnir (383—90), hinn síðar-
nefndi í bundnu máli. Gestkoman og Timarnir breytast hafa
verið stutt leikrit, en aðeins nokkur ljóð úr þeim hafa varð-
veitzt (364—75).2) Einnig er til brot úr rímuðum harmleik,
sem heitir Gunnlaugur og Helga (382—83), en var aldrei
fullgerður. Þekktasta leikrit Kristjáns er Misskilningurinn,
sem er í 4 þáttum og skólapiltar sýndu 1867. Lárus Sigur-
björnsson lagfærði leikinn fyrir leiksvið og jók inn í hann
1) Rit Bandamannafélagsins II, Lbs. 3326, 4to, 189.—91. bls.
2) Leikimir voru sýndir 1866, sbr. Lárus Sigurbjörnsson, Islenzk leik-
rit 1645—1946, Árbók Landsbókasafnsins II (1945), 78. bls.