Skírnir - 01.01.1956, Side 153
Skímir
Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882
151
þýddí hann Jólastofuna, gamanleik í einum þætti eftir Hol-
berg. Var hann sýndur af skólapiltum 1867.1 2)
Eftir að Jón hætti skólanámi, þýddi hann fáein leikrit, en
frumsamdi aðeins forleik að Nýjársnóttinni eftir Indriða Ein-
arsson 1873. Ljóðagerð hans tók allmiklum breytingum til
batnaðar með auknum þroska hans og margháttaðri lífs-
reynslu. Kvæði hans hnigu þá í áttina til raunsæisstefnunn-
ar, en voru þó alltaf öðrum þræði rómantísk.
Kristján Eldjárn Þórarinsson var fæddur 31.maí 1843 á
Ytri-Bægisá á Þelamörk. Hann var tekinn í lærða skólann
„ . 1863, lauk þaðan stúdentsprófi 1869 og
, kandidatsprófi úr Prestaskólanum 1871.
_ , . Samsumars var hann vígður til Staðar í
orarinsson. Grindavík. Árið 1878 fékk hann Tjöm í
Svarfaðardal og þjónaði þar, unz hann fékk lausn frá prests-
embætti vorið 1917. Hann andaðist á Tjörn 16. september
sama ár.
I Fjölsvinni em varðveittar 2 vísur og 5 kvæði eftir Krist-
ján og auk þess þýðing á einu kvæði. Visurnar heita Til ís-
lenzkunnar og Ein melankólsk vísar) Þrjú af frumortu kvæð-
unum eru fyndin og glensmikil gamankvæði, enda var Krist-
ján fjörmaður mikill. Segir Indriði Einarsson, að hann hafi
verið „bezti skopleikari skólans á þeim árum,“ og kveðst
„efast um, að nokkur hafi siðar tekið honum fram.“3 4) I kvæð-
inu SamanburSi*) ber Kristján sæluvist Múhameðstrúar-
manna saman við himnaríki kristinna manna. Hann kýs sér
fremur að vera á fyrrnefnda staðnum, þar sem menn una
sér við gaman fljóða og góðar veigar, en í okkar himnaríki,
þar sem ekkert er til skemmtunar „utan gaul og söngur.“
Kvæðið ölbelgurinn5) er um drykkjurút, sem ber sig borgin-
1) Lárus Sigurbjörnsson, Islenzk leikrit 1645—1946, Árbók Landsbóka-
safnsins II (1945), 98. bls.
2) Fjölsvinnur, 4. maí 1867, 28.—29. og 33. bls., Lbs. 3367, 4to. „Mel-
ankólska" visan var prentuð í Lesbók Morgunblaðsins 3. maí 1953.
3) Séð og lifað, 90. bls.
4) Fjölsvinnur, 25. maí 1867, 26. bls., Lbs. 3367, 4to.
5) Fjölsvinnur I (1867—68), l.bl., 10—ll.bls., Lbs. 3324, 4to.