Skírnir - 01.01.1956, Síða 155
Skírnir
Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882
153
Valdimar
Briem.
Valdimar Briem fæddist 1. febrúar 1848 á Grund í Eyja-
firði. Hann settist í lærða skólann 1863, varð stúdent þaðan
1869 og kandidat úr Prestaskólanum 1872.
Árið eftir var hann vígður til Hrepphóla,
en 1880 voru þeir sameinaðir Stóra-Núpi.
Fluttist þá Valdimar þangað og sat þar síðan. Prófastur í
Árnesprófastsdæmi varð hann 1896 og vígslubiskup í Skál-
holtsbiskupsdæmi 1909. Hann fékk lausn frá prestsþjónustu
og prófastsstörfum 1918, en dvaldist áfram á Stóra-Núpi, unz
hann andaðist þar 3. maí 1930.
Á skólaárum sínum orti Valdimar lítið, t. a. m. birtist ekk-
ert eftir hann í Fjölsvinni veturinn 1867—68. Lítið eitt er
til af kerskniskveðskap eftir hann í blaðinu vorið 1867. Þar
er Spilið við Tóm,1) háðkvæði um Halldór stærðfræðikenn-
ara Guðmundsson. Er því lýst, er hann spilar við ölflösku og
tvo aðra hluti, en hefur rangt við, til þess að flaskan tapi,
og gæðir sér þá á ölinu. Árið áður (1866) átti Valdimar þátt
í samningu leikritsins LœrifeSra og kenningarsveina, sem áð-
ur getur, en þar kemur sama efnisatriði fyrir, að bjórflaska
tapar innihaldi sínu til Halldórs í spilum. 1 gamanvísunni
Kennarafundi2) koma fram uppnefni skólapilta á rektor og
7 kennurum skólans. Til er og grófur gamankveðskapur eftir
Valdimar til eins skólabróður hans í Lbs. 565, 8vo. Loks er
töluvert af ljóðmælum í leikriti Valdimars, / jólaleyfinu, sem
síðar verður getið. Sum þeirra eru kímileg, einkum vísur þær,
sem Þórdísi kerlingu eru lagðar í munn, svo sem borðsálmur
hennar (8)3) og draugafælur (9—10), sem eru sniðnar eftir
bænaversunum í kaflanum run hjátrú úr pápísku og Brynju-
bænir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Auk gamansamra ljóða í
leiknum má nefna hressilegan skólapiltasöng, þar sem lýst
er vetrarhyl (8), og kvæði eitt, Svartþrungna ský o. s. frv.
(33), sem er ort fyrir áhrif frá kvæði Jóns Thoroddsens,
Til skýsins.
1) Fjölsvinnur, 4. maí 1867, 32.—33. bls., Lbs. 3367, 4to.
2) Lbs. 1151, 8vo og iB 979 b, 8vo, einnig i Þjóðskjalasafni.
3) Tölurnar innan sviga vísa til bls. í fjölritaðri útgáfu leikritsins