Skírnir - 01.01.1956, Page 156
154
Gunnar Sveinsson
Skímir
Hér að framan var getið hlutdeildar Valdimars í samn-
ingu leikritsins Lærifeðra og kenningarsveina (1866). En sama
ár sýndu skólapiltar leik í 5 þáttum eftir Valdimar, 1 jólaleyf-
inu, og aftur var hann sýndur breyttur og lagfærður 1867.1)
Hann er til í eiginhandarriti Valdimars í eigu Jóhanns list-
málara Briems og var fjölritaður stafrétt eftir því á vegum
Leikfélags stúdenta í Reykjavík 1947. Eins og nafnið bendir
til, gerist leikritið í jólaleyfi tveggja skólapilta. Annar þeirra,
prestssonur, er trúlofaður systur hins, en þau eru börn ríks
sýslumanns, sem ætlar dóttur sinni annað gjaforð, þar sem
er skrifari hans, sem reyndar er hinn mesti aulabárður. Um
síðir tekst piltunum að gera skrifarann beran að bjálfaskap,
og samþykkir þá sýslumaður, að prestssonurinn fái dóttur
sinnar. Bygging leiksins er mjög laus í reipunum. í honum
eru langir innskotskaflar, sem eru í litlum sem engum tengsl-
um við efnisþráðinn. Svo er t. a. m. um prangara einn, Krák-
sen að nafni, sem langur kafli er helgaður, og ýmis skrípa-
læti sýsluskrifarans. En þessir innskotsþættir eru stórum
skemmtilegir, og mæti leikritsins er einmitt fólgið í hnyttn-
um samtölum og ýmsum kátlegum atvikum. Helzta fyrir-
mynd Valdimars eru Útilegumennirnir eftir Matthías Joch-
umsson. Þar er lögð meiri rækt við skoplegar aukapersónur
en elskendurna (sbr. Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen),
eins og í leikriti Valdimars. Sem hliðstæður má og nefna
Grasa-Guddu og Þórdísi kerlingu, 2 fávísa og auðtrúa bænd-
ur og syngjandi skólapilta (Hólastúdenta í Utilegumönn-
unum). Eitt atriði er fengið að láni úr ljóðaleiknum Bókasölu
eftir Gísla Thorarensen:2) Farandsali kemur á hæ og býður
bækur sínar, gefur bóndadóttur bók og lofast henni síðan.
Enn fremur eru tengsl við leikritið Afturgönguna, sem Krist-
ján Briem, bróðir Valdimars, hafði samið 3 árum áður (1863).
Þó að þetta leikrit Valdimars sé vel leikhæft, jafnast það
hvergi nærri á við brautryðjandaverk Matthíasar Jochums-
sonar í leikritun skólapilta, Utilegumennina.
1) Leikritaskrá Lárusar Sigurbjörnssonar, Árbók Landsbókasafnsins II
(1945), 69. bls.
2) Fjölnir 1843, 75.-83. bls.