Skírnir - 01.01.1956, Page 161
Skirnir
Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882
159
og hinna listrænustu sagna hans í anda raunsæisstefnunnar.
Af líkingaratriðum mætti helzt benda á hið harmsögulega
efnisval og stílinn. 1 ljóðagerð tók hann og framförum eftir
stúdentspróf og orti þá beztu kvæði sín. Betlikerlinguna, Ég
er þreyttur o. fl., en aldrei varð hann mikið ljóðskáld. Á síð-
ari æviárum sínum orti Gestur minna en áður, einkum eftir
veturinn 1881—82, er hann hafði komið sér niður á það
skáldskaparform, sem honum hentaði bezt, söguformið.
SigurSur Stefánsson fæddist 30. ágúst 1854 að Ríp í Hegra-
nesi. Hann settist í Reykjavíkurskóla 1873, lauk stúdentsprófi
þaðan 1879 og kandidatsprófi úr Prestaskól-
anum 1881. Sama ár vígðist hann til Ögur-
þinga, sat fyrst á Eyri í Seyðisfirði, en í
Vigur frá 1884. Hann var mikill atkvæðamaður um héraðs-
mál og landsmál, var alþingismaður fsfirðinga 1886—99 og
1902, ísafjarðarkaupstaðar 1905—15 og Norður-ísfirðinga
1917—23. Lausn frá prestskap fékk hann 1922, en gegndi þó
kallinu áfram allt til dauða. Hann lézt í Reykjavík 21. apríl
Sigurður
Stefánsson.
1924.
Eftir Sigurð hafa varðveitzt rúmlega 20 skólakvæði. Hann
hefur verið í miklum metum meðal skólabræðra sinna sem
skáld, sem sjá má af því, að hann orti öll 7 skólahátíðarljóðin
1876, og voru þau sérprentuð. Kvæði hans eru þó flest stirð-
leg, og virðist orðfæri þeirra vera sniðið eftir kveðskap Bene-
dikts Gröndals og einkum Kristjáns Jónssonar. Banaljóð Bryn-
hildar BuSladóttur eftir Sigurð1) er t. a. m. stæling á Bryn-
hildarljóðum Kristjáns. En stundum hefur Sigurði tekizt bet-
ur, eins og í ástaljóðinu Til þín,2) sem er ljóðrænt og form-
fagurt.
Snemma árs 1878 samdi Sigurður gamanleik, sem nefnist
Draummadurinn í vöku, einn harmsútlegur sorgarleikur í 5
þáttum.3) Tilefni þessarar leiksmíðar var ritsmíð ein, Draum-
ur, merkt Ég4) (í efnisskrá talinn vera Hannes Hafstein).
1) Fjölsvinnur, 22. nóv. 1874, Lbs. 3323, 4to, 29.—30. bls.
2) Rit Bandamannafélagsins III (1877—78), Lbs. 3327, 4to, 55.—57.bls.
3) Sama, 159.—94. bls.
4) Sama, 147.—50. bls.