Skírnir - 01.01.1956, Side 167
Skírnir
Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882
165
Jón
Þorkelsson,
ritstörf, var ritstjóri Sunnanfara 1891—96 og 1911—13. Hann
varð skjalavörður í Landsskjalasafninu í Reykjavík 1899 og
þjóðskjalavörður í árslok 1915. Á Alþingi
átti hann sæti 1893, 1909—11 og 1915. Hann
andaðist í Reykjavík 10. febrúar 1924.
Jón gaf sig mjög við skáldskap á skólaárunum. Til eru
rúmlega 100 kvæði eftir hann frá þeim tíma, og af þeim eru
um % hlutar (67 kvæði) þýðingar. Hannes Þorsteinsson seg-
ir, að Jón hafi einkum lesið þýzkan skáldskap framan af í
skóla, en getur ekki um annan kveðskap eftir hann en skóla-
minni, þýðingar úr latínu og latínukveðskap,1) en af honum
er ekkert varðveitt í skólaritum. Jón orti öll fjögur skóla-
minnin 1881, og voru þau sérprentuð. Tvö fyrstu skólakvæði
Jóns, Til Skaftártungu 1876 og KvéSja til Skaftártungu . ..
1876,2 3 4) eru íburðarmiklar náttúrulýsingar og bera keim af
kvæðum Renedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals. Jóni tekst
yfirleitt bezt að yrkja um hið hrikalega í náttúrunni. Gott
dæmi þess er karlmannlegasta kvæði hans frá þessum árum,
Gísli gamlif') en þar gætir áhrifa frá Grími Thomsen. Röl-
sýniskvæðið Ólund') minnir á samnefnt kvæði eftir Grím,
og vísunni Táp og fjör og frískir menn hefur Jón snúið (Fram-
taksleysi og fíflskir menn o. s. frv.).5 6 7) Kvæðið Kysstu mig
aftur eftir Bjama Thorarensen hefur orðið fyrirmyndin að
kvæði Jóns, Grœt mig ekki,e) en annars em áhrifin frá Bjarna
ekki eins sterk og frá Grími. Jón orti nokkur ádeilukvæði, sem
oft eru hvassyrt, svo sem Hrœsnarinn?) Tæplega helmingur
allra kvæðanna, sem Jón þýddi í skóla, er eftir Runeberg eða
32 kvæði alls. Einnig þýddi hann eftir Tegnér, Byron, Tho-
mas Moore, Ossian, Heine, Kerner, Alfred Meissner o. fl.
Þýðingarnar hafa yfirleitt tekizt illa, eru stirðlegar og þung-
1) Skírnir 1924, 5. bls.
2) Rit Bandamf. I, Lbs. 3326, 4to, 87.—90. og 91.—92. bls.
3) Aðalbók fél. Ingólfs IV (1881—82), Lbs. 3339, 4to, 205,—208. dálkur.
4) Rit Bandamf. III (1877-—78), Lbs. 3327, 4to, 53. bls.
5) Aðalbók fél. Ingólfs I (1878—79), Lbs. 3335, 4to, 63. dálkur.
6) Sama III (1880—81), Lbs. 3338, 4to, 8. dálkur.
7) Rit Bandamf. III (1877—78), Lbs. 3327, 4to, 7.—10. bls.