Skírnir - 01.01.1956, Page 170
168
Gunnar Sveinsson
Skírnir
ars gamankvæði og ástakvæði. Gamankvæðin eru fjörleg og
skemmtileg. Elzt þeirra eru Harmagrátur bindindismanna og
Epithapium hins ágæta Emils Schou, er drukknaSi í trigono-
metrisku hyldýpi viS vorpróf 1879}) Hið síðamefnda er
prýðisgóð stæling á erfiljóðum Bjarna Thorarensens um Odd
Hjaltalin. Ástakvæði Hannesar eru draumórakennd og mun
síðri en gamankvæðin, en eru sum vel gerð, svo sem Nanna,1 2)
en flest eru þau um ástarsorgir, blæðandi hjartasár og fram
eftir þeim götunum, svo sem Mig dreymdi enn þá3 4) og Til
hennarý) sem endar á bitrustu bölsýnisvísu hans. — Þýð-
ingar Hannesar frá þessum vetri eru 8 talsins. Af þeim em
6 eftir nafngreind skáld: BarniS deyjandi eftir H. C. Ander-
sen,5) Aestus erat eftir Ovidius6) og 4 kvæði eftir Heine.
Þessar þýðingar eru vel af hendi leystar. Tvær Heineþýðing-
anna tók Hannes upp í LjöSabók sína 1916: Þú annt mér ei
(215. bls.) og RökkvaSi óSum aS aftni (233.—34. bls.). önn-
ur skólakvæði Hannesar, sem prentuð hafa verið, eru Ásta
(Þjóðólfur, 21.maí 1880, fyrsta kvæði hans, sem prentað
var), / kirkfu og Engilinn (bæði í Nönnu, 3. h. (Khöfn 1881),
46.—48. bls.), Daginn eftir dansleik og DrykkjukvæSi (Ýmis-
leg IjöSmæli, 1893, 8. og 9.—10. bls.). — Áhrif á skólakveð-
skap Hannesar virðast helzt vera frá Jónasi Hallgrímssyni,
einkum Heineþýðingum hans, eins og fram kemur í kvæð-
inu 1 kirkjunni III.7 8) Einnig minna kvæði hans á stöku stað
á Bjarna Thorarensen, svo sem í KvœSil)
Skólaskáldskapur Hannesar er ekki ýkjamerkilegur. Rit-
smíðar hans í lausu máli eru aðeins samdar til gamans nema
1) Aðalbók fél. Ingólfs II (1879—80), Lbs. 3336, 4to; 104,—05. og 106.
—08. dálkur.
2) Sama II (síðari hluti), Lbs. 3337, 4to, 98. dálkur.
3) Sama III (1880—81), Lbs. 3338, 4to, 23. dálkur.
4) Sama III, 12.—14. dálkur.
5) Sama II, 85.—86. dálkur. Áður )>ýtt af Kristjáni Jónssyni og Brynj-
ólfi Oddssyni (i Islendingi 19. febr. 1862).
6) Sama II, 112.—14. dálkur. Áður þýtt af Bjama Thorarensen og
Matthíasi Jochumssyni, sbr. Bréf hans, 12. bls.
7) Sama II (síðari hluti), 101.—02. dálkur.
8) Sama III, 21. dálkur.