Skírnir - 01.01.1956, Page 172
170
Gunnar Sveinsson
Skírnir
Draumdísin mín,1) Farfuglinn, Sólarlag og Frammi við sjó-
inn.2) Kvæðin eru fremur efnislítil, en einkennast af stakri
vandvirkni. Þau hafa til að bera lipurð og mýkt, því að Þor-
steinn hefur vandað bæði form sitt og stíl. Blær þeirra er
þýður, og þau búa yfir draumsæiskenndri viðkvæmni og feg-
urðarþrá, en eru stundum með þunglyndisblæ (Andvarp og
Kvein). Kveðskapur Steingríms Thorsteinssonar hefur eink-
um orðið Þorsteini til fyrirmyndar á skólaárum hans, en
hann vandar kvæði sín betur en Steingrímur. — Nokkur
kvæði Þorsteins voru prentuð á skólaárum hans. Jónas Helga-
son tók 4 ljóð hans í Söngva og kvæði (V. hefti) 1881. Voru
2 þeirra þýdd (Vorvísur og Vort land, vor aldna œttargrund)
og 2 frumort (Farfuglinn og Til stjörnunnar). Tvö kvæði
hans voru sérprentuð: BrúSkaupsljóÖ til herra læknis Gu'S-
mundar GuSmundssonar . .. 17. júní 1881 og Fyrir minni
Islands í MinningarhátíS eftir forseta Jón SigurSsson . . .
8. des. 1881. 1 Söngkennslubók Jónasar Helgasonar (II. hefti,
1883) voru prentuð 4 kvæði Þorsteins, og hafa þau náð
allmiklum vinsældum, ekki sízt vegna sönglaganna. Ekki
verður þeirra kvæða getið hér nánar, þar eð endimörk þess-
arar ritgerðar miðast við árið 1882.
Framan af Hafnarárum sínum orti Þorsteinn heldur lítið,
en árið 1891 tók hann að birta kvæði sín í Sunnanfara. Ljóða-
bók hans, Þyrnar, var fyrst prentuð í Kaupmannahöfn 1897.
Kvæði Þorsteins greinast í heild sinni í tvennt: annars vegar
þýð og ljóðræn kvæði, en hins vegar bitur ádeilukvæði. Hin
ljúfu kvæði hans eru beint framhald af skólakveðskap hans,
fullkomnara og listrænna, en að ádeilukvæðunum finnst tæp-
lega vísir í hinum draumlyndiskenndu skólakvæðum hans.
Þegar litið er yfir það 36 ára tímabil, sem hér hefur ver-
ið hugað nokkuð að (1846—82), verður það ljóst, að skáld-
skapur skólapilta hefur jafnan haldizt i
hendur við félagslíf þeirra og blaðaritun.
Þeim hefur verið það hvatning að geta lesið upp kvæði sín
og önnur skáldrit á félagsfundunum og fengið þau birt í
1) Lbs. 3330, 4to, 167.—70. bls. (1880—81).
2) Lbs.3331, 4to, 55.—58. bls. (1881—82).