Skírnir - 01.01.1956, Page 174
JÓN STEFFENSEN:
BEIN PÁLS BISKUPS JÓNSSONAR.
Áður en ég fer að ræða um bein Páls biskups, tel ég heppi-
legast að gefa lauslegt yfirlit yfir kirkjur Skálholtsstaðar og
beinafundina þar í heild. Hungurvaka segir svo frá: „Gissurr
hvíti lét gora hina fyrstu kirkju í Skálaholti ok var þar graf-
inn at þeiri kirkju; en Isleifur bjó í Skálaholti eptir foður
sinn.“ (Bs. I, 61). Eins og kunnugt er, var Isleifur fyrsti Skál-
holtsbiskup; hann andaðist 1080, og var þá sonur hans Giss-
ur kjörinn biskup. Um hann segir í Hungurvöku: „Hann
hafði eigi allt land í Skálaholti til ábúðar fyrst nokkura stund,
af því at Dalla móðir hans vildi búa á sínum hlut landsins,
meðan hon lifði. En er hon var onduð ok biskup hlaut allt
land, þá lagði hann þat allt til kirkju þeirar, sem þar er í
Skálaholti ok hann sjálfr hafði gora látit, þrítuga at lengð,
ok vígði Pétri postula.“ (Bs. 1,67).
Gissur ísleifsson (f 1118) lét því gera nýja kirkju, sem
hefur verið um 15 m að lengd. Magnús biskup Einarsson
(1133—1148) lét auka mjög við hana og vígði síðan að nýju.
Eftirmaður Magnúsar á biskupsstóli, Klængur Þorsteinsson
(f 1176), lét reisa hina þriðju kirkju í Skálholti, og hófst sú
kirkjusmíð á öðru ári biskupsdóms hans (1153). Um þá
kirkju segir í Hungurvöku: „Á tveim skipum kómu út stór-
viðir, þeir er Klængur biskup lét hoggva í Noregi til kirkju
þeirar, er hann lét gora í Skálaholti, er at ollu var vonduð
fram yfir hvert hús annat, þeira er á Islandi váru gor, bæði
at viðum ok smíði“. (Bs. 1,81).
Páll biskup Jónsson (1195—1211) lét mjög bæta þessa
kirkju að öllum búnaði og gera við hana mjög vandaðan stöp-
ul og eins og segir í Páls sögu „at hann [o: stöpullinn] bar