Skírnir - 01.01.1956, Síða 176
174
Jón Steffensen
Skímir
1800, að hún var rifin og lítil sóknarkirkja reist úr brakinn.
Um staðsetningu fyrstu tveggja kirknanna í Skálholti verður
ekkert sagt með vissu, en kirkja Klængs biskups og allar síð-
ari kirkjur staðarins virðast hafa staðið á sama grunni, að því
er ráða má af uppgreftinum. Enn fremur er líklegt, að kirkj-
ur Klængs, Árna og ögmundar (þ. e. 3.—5. kirkjan) hafi
allar verið sem næst jafnar að stærð og mun stærri en Brynj-
ólfskirkjan. Við uppgröftinn kom vel fram allur grunnur
Brynjólfskirkju og sennilega grunnur næstu kirkju á undan
ögmundarkirkju, en um grunn eldri kirknanna tveggja verð-
ur mest ráðið af líkum. Brynjólfs- og ögmundar-kirkja voru
krosskirkjur, með norður- og suðurstúkum og útbrotum, og
vafalítið hafa hinar tvær kirkjurnar verið með líku sniði.
Um kirkjugrunninn er það að segja, að á parti í honum
sunnanverðum er klöpp, sem nær alveg upp á yfirhorðið og
hefur myndað hluta af kirkjugólfinu, hinn hlutinn hefur
vafalítið verið hellulagður. Þetta hefur gert það að verkum,
að gólfskán liefur ekki myndazt, eins og þar sem moldargólf
eru, og því ekki hægt að hafa not af gólfskáninni við að rekja
grunn hinna ýmsu kirkna, heldur verður einvörðungu að
styðjast við hleðslur og stoðarsteina. Sem sé, það hefur verið
sama gólfið í öllum kirkjunum. Enn fremur hefur klöppin
gert það að verkum, að rýmið innan kirkjunnar, sem hægt
var að jarðsetja á, var mjög takmarkað og að víða var ekki
unnt að grafa lík nema mjög grunnt.
Um varðveizlu-skilyrði beina í kirkjugrunninum er það að
segja, að þau eru yfirleitt slæm. Beinin voru flest mjög fúin
eða alveg eydd, svo að stundum var ekki annað eftir í gröf-
inni en glerungur tannanna og kistuleifar. Hins vegar var hár
furðuvel geymt í mörgum yngri grafanna.
I Brynjólfs-kirkjugrunni fundust 40 óhreyfðar grafir, og eru
þær vafalaust allar frá tíð Brynjólfskirkju, þ. e. yngri en 1650,
nema e. t. v. 3. Enda vita menn deili á um 21 þeirra, og er
sú elzta þeirra frá 1696 (gröf Vísa-Gísla), en hin yngsta frá
1796 (gröf Hannesar Finnssonar). Athyglisvert er, að af þess-
um 40 gröfum eru eigi færri en 10 ungbarnagrafir, eða fjórð-
ungur grafanna. Einkennilegt er, að 4 lík höfðu verið jarðsett