Skírnir - 01.01.1956, Qupperneq 177
Skimir
Bein Páls biskups Jónssonar
175
í dórrikirkjunni án kistu, en að því er virtist í iverufötum.
Að minnsta kosti voru tvö þeirra með skó á fótum. Það er erf-
itt að gera sér grein fyrir, hvernig á þessu stendur. Ég hef
helzt látið mér koma til hugar, að þessir menn hafi látizt i
stóru bólunni 1707 og að þá hafi eigi verið geta til, vegna
sóttarinnar, að smíða utan um líkin. Um þessa sótt segir Jón
Halldórsson í Biskupasögum, að í henni hafi meira en fjórð-
ungur landsmanna látizt og í Skálholtsbiskupsdæmi hafi dáið
26 prestar, þar á meðal kirkjupresturinn í Skálholti og enn
fremur: „þar með dóu einninn stúdentar og prestaefni flest
öll. Um veturinn varð ekki skóli haldinn í Skálholti fyrr en
eptir jól, og þó ei fjölmennari en vel 20 piltar“ (Sögurit II,
362). Auk þessarra 40 grafa fannst einnig talsvert af lausum
beinum í Brynjólfs-kirkjugrunninum og beinum, er hrúgað
hafði verið í kistu rétt við undirganginn milli kirkju og skóla-
húss. Það heillegasta úr þessum beinum var hirt og reyndust
þau vera úr eigi færri en 31 manni. Ekki er unnt að segja
með vissu, frá hvaða tímum þessi bein eru, en trúlega er obb-
inn af þeim frá tímum eldri kirknanna.
í grunni miðaldakirknanna, þ. e. austan við grunn Brynj-
ólfs-kirkjunnar fundust leifar um 20 grafa, flestar í stöplinum
kringum steinkistu Páls biskups, auk þess talsvert af lausum
beinum og beinahrúgur fyrir háaltarinu og norðvestur af því,
samtals úr að minnsta kosti 15 mönnum. Alls hafa þá komið
úr grunni Skálholts-kirknanna leifar eigi færri en 106 manna,
og gefur það þó ófullkomna hugmynd um þann fjölda manna,
er þar hafa verið jarðsettir, því að mörgum hefur tímans tönn
eytt með öllu. Af þekktum mönnum úr kaþólskum sið, er jarð-
settir voru innan kirkju, fundust aðeins jarðneskar leifar eins,
þ. e. Páls biskups Jónssonar, en það má líka teljast merkasti
fundurinn í uppgreftinum að Skálholti. Að það séu bein Páls
biskups Jónssonar, verður að teljast hafið yfir allan vafa.
Bagallinn, er fannst í steinkistunni, sýnir, að um biskup er að
ræða, og hann er sá eini maður á Islandi, sem vitað er til,
að greftraður hafi verið í sarkofag, einnig kemur dánaraldur
Páls (56 ára) vel heim við beinin. Steinkistan fannst þar í
grunninum, sem ætla má, að stöpull Páls hafi verið, og er