Skírnir - 01.01.1956, Side 178
176
Jón Steffensen
Skírnir
þá gert ráð fyrir, að liún hafi ekki verið flutt úr stað síðar.
Hún var um þíj m undir yfirborði. Henni hallaði talsvert
til hægri (suðurs) og voru svartar holdsleifarnar runnar yfir
í þá hlið. Þær voru í mynd deigkenndra korna, á stærð við
kúrenu til rúsínu. Beinin voru mórauð til gulbrún að lit,
sæmilega varðveitt, en þó voru öll frauðbein og frauðkenndir
hlutar beina, svo sem endar leggbeina og bolir hryggjarliða,
talsvert eyddir. Stallur var höggvinn í kistuna fyrir höfuðið,
og var hauskúpan á honum, en kjálkinn var rétt neðan við
stallinn, og vissu tennurnar beint upp. Andlitið hefur trúlega
vísað beint í austur. Viðbein og herðablöð voru í eðlilegri legu,
og sama er að segja um upphandleggsbeinin, er voru niður
með síðunum. Vinstri framhandleggsheinin lágu þvert yfir
neðri hluta brjóstgrindar og voru ekki fjær eðlilegri afstöðu
til upphandleggsheinsins en skýrzt gæti af raski því, er verð-
ur, þegar líkaminn fellur saman, þá holdið eyðist. Hægri öln-
in (ulna) sést ekki, og hægri sveifin (radius) er í óeðlilegri
stöðu. Úlnliðsendi hennar liggur á mótum mið- og neðri
þriðjungs hægra upphandleggsheins, en olnbogaendinn veit
á ská upp á brjóstið. Mjaðmarbein, lærleggir og hnéskeljar
eru í eðlilegri afstöðu, að minnsta kosti ekki meira úr stað
færð en skýra má sem afleiðingu holdseyðingar. Ekkert sást
til hryggjarliða eða rifja nema fyrsta rifs vinstra megin.
Sköflungur, sperrileggir og mestur hluti fótbeina voru hulin
af hrúgu af hálfbrenndum beinum. Þar sem hrúgan var
hæst, var talsvert af hvítleitri beinamylsnu, líkast því sem
brenndu beinunum hefði fyrst verið safnað saman í ílát, þar
sem þau hefðu molnað eitthvað, og síðan hafi verið hvolft úr
ílátinu í steinkistuna. Holdsleifarnar eru alls staðar undir
brenndu beinunum og ná alls staðar út undan þeim, einnig
vinstra megin. Þetta bendir til þess, að holdsleifunum hafi
verið jafnt dreift um kistubotninn, þegar brenndu beinin voru
látin í kistuna. Undir brenndu beinunum eru bein Páls öll
í eðlilegri afstöðu hvert til annars. Fætur eru beinir og sam-
síða. Um sex cm neðan við brún höfuðbríkarinnar byrjuðu
holdsleifarnar, og þar niður af er dýpsti hluti kistunnar, sem