Skírnir - 01.01.1956, Page 181
Skímir Bein Páls biskups Jónssonar 179
ið á þau bráðinn málmur og gler, ef þau liefðu hvílt í moldu
orpinni kistu.
Það verður því að hugsa sér, að beinin hafi verið í kistum
uppistandandi í kirkjunni eða e. t. v. í jarðhúsi innan kirkj-
unnar, en reft yfir með trégólfi. Þess hefur verið getið til, að
hér væri um dýrlingabein að ræða, er geymd hefðu verið í
skríni í kirkjunni, en ef svo væri, ættu þau að hafa verið
látin í steinþróna eftir siðaskiptin, því að þau höfðu meira
gildi en svo fyrir kaþólskan mann, að honum hefði komið til
hugar að hola þeim neðan moldar í steinþrónni. Auk þess er
það með ólíkindum, að ef menn hefðu haft hugmynd um,
hvar steinþró Páls væri niðurkomin, að hennar væri þá hvergi
getið í heimildum síðan á dögum Páls. Hún virðist gjörsam-
lega hafa fallið í gleymskunnar dá, þar til hún sá aftur dags-
ins ljós nú f}mir skemmstu. Enn fremur eru þau einu dýr-
lingabein, sem vitað er um í Skálholtskirkju — bein Þorláks
helga ■—- enn til á dögum kirkju Brynjólfs Sveinssonar.
Um greftran Páls og umbúnað í stöplinum, sem hann lét
gera, segir svo í Páls sögu: „Hann [o: Páll] lét Atla prest
skrifara penta allt ræfr innan í stoplinum ok svá bjórinn ok
tjalda allan it neðra þrennum tjoldum vel ok fagrliga, ok svá
lét hann skrifa yfir sérhvers leiði þeira niðrsetning, hvers
þeira er þar hvíla í stoplinum . . . Hann lét ok steinþró hoggva
ágæta hagliga, þá er hann var í lagðr eptir andlát sitt; ok
hann lét búa grof virðuliga í stoplinum, þeira manna er hon-
um þótti mestr vanði á“ (Bs. I, 132). Hér er talað um leiði
og gröf virðulega, en ekki er ástæða til að álíta annað en
að báðar séu moldu orpnar grafir, aðeins misvandaðar. Mað-
ur myndi helzt álíta, að svo hefði einnig verið um stein-
þróna, þó að aðeins sé tekið fram, að hann hafi verið lagður
í hana, en ekki niðursettur í steinþróna eða grafinn í henni,
eins og venjulega er komizt að orði í Biskupasögum um
greftran manna.
Hinu get ég ekki neitað, að mér hefur alltaf þótt það und-
arleg ráðstöfun að láta gera sér sarkofag til þess að grafa
sig í, en ekki hafa uppistandandi, eins og vitað er að tíðkaðist