Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 184
182
Jón Steffensen
Skímir
getur sjálfsagt verið erfitt að skilgreina nánar, en í því ætti
meðal annars að felast, að útlimir væru nokburn veginn eðli-
legir að lengd í hlutfalli við bolinn og væntanlega sömuleiðis
hlutfallið milli hinna einstöbu hluta útlimanna, eins og gerist
á flestum. Um fyrra atriðið verður ekki dæmt af beinunum,
en um síðara atriðið er það að segja, að sköflungurinn er til-
tölulega óvenjustuttur, svo að fáir samtímamenn Páls hafa
verið með lægra hlutfall milli lengdar lærleggs og sköflungs
en hann. Páll hefur því verið áberandi stuttur til hnésins og
handleggir frekar langir miðað við ganglimi, og á maður bágt
með að verjast þeirri hugsun, að heldur hafi söguhöfundur
„puntað“ upp á útlitið nema þá, að hann eigi fyrst og fremst
við form handa og fóta. Hlutfallið milli lengdar viðbeins og
upphandleggsbeins er nokkru ofan við meðallag og bendir til
góðrar axlarbreiddar. Um önnur atriði í lýsingu Páls verður
ekki dæmt af beinunum. Hauskúpa Páls biskups er öll frem-
ur fínleg og vöðvafestur lítið áberandi. Heilabúið er neðan við
meðallag, stafar það aðallega af því, að það er mun styttra
en gerist og sérstaklega vegna lítillar eyrnahæðar, svo að
aðeins ein íslenzk karlmannshauskúpa er með minni hæð.
Hins vegar er mesta breidd hennar nokkru ofan við meðal-
talið, en ennisbreiddin er heldur neðan við meðallag. Lengd-
ar-breiddar vísitalan verður því óvenju-mikil fyrir íslenzka
hauskúpu eða 81,4 (meðalt. 76,1) og eymahæðar-lengdar
(57,7, en 59,5 er meðaltalið) og eymahæðar-breiddar vísi-
tölurnar eru mjög lágar, sérstaklega sú síðarnefnda, sem er
algert einsdæmi meðal íslenzku hauskúpnanna, þ. e. 70,8,
lægsta talan var áður 71,7 (meðalt. 78,2). Enn fremur er
ennisbreiddar-hreiddar vísitalan óvenju-lág (64,7, meðaltal
68,2), og er þó þessi vísitala eins og eymahæðar-breiddar vísi-
talan lág meðal Islendinga hinna fornu. Það verður því ekki
annað sagt en hlutföllin í heilabúi Páls séu langt utan við
alfaraveg, en á þann hátt, að þau verða eins og skopstæling
á íslenzku heilabúi, þar sem sérstaklega em dregin upp sér-
kenni þess.
öll aðalmálin á andlitshluta hauskúpunnar em nær alveg
þau sömu og meðaltalsmál íslenzkra liauskúpna og andlits-