Skírnir - 01.01.1956, Page 195
ÁRNI KRISTJÁNSSON OG JÓN ÞÓRARINSSON:
WOLFGANG AMADEUS MOZART.
TVEGGJA ALDA MINNING
(Við samningu ritgerðar þessarar var höfð til hliðsjónar útvarpsdag-
skrá, sem höfundar önnuðust í tilefni af 200 ára afmæli Mozarts. Ámi
Kristjánsson valdi bréfkaflana og þýddi þá. Jón Þórarinsson tók saman
efnið að öðru leyti.)
Salzburg.
Á vegamótum, þar sem þjóðleiðir skerast
milli norðurs og suðurs, austur og vesturs,
stendur Salzburg í Austurríki á bökkum árinnar Salzach,
skammt þar frá sem landamæri Þýzkalands liggja nu. Borg-
in á sér langa sögu. Þar höfðu Rómverjar reist landamæra-
virki, þegar veldi þeirra stóð sem hæst. Um árið 700 var sett
þar erkibislcupssetur, og upp frá því var Salzburg ein af há-
horgum kaþólskunnar í meira en þúsund ár.
Erkibiskuparnir í Salzburg voru ekki aðeins voldugir kirkju-
höfðingjar. Þeir höfðu einnig mikil veraldleg völd og héldu
hirð um sig. Kringum þetta setur þeirra reis því brátt all-
myndarleg borg. En hún hafði jafnan meiri hjálendu- en
heimsborgarsvip, og ítölsk áhrif voru þar alls ráðandi.
Um aldamótin 1600 gerbreytti Salzburg um svip. Þáver-
andi erkibiskup, Wolf Dietrich von Raitenau, lét rífa niður
gömlu dómkirkjuna og meira en hundrað íbúðarhús til þess
að rýma fyrir nýrri dómkirkju. Frændi hans og eftirmaður,
Markus Sittikus von Hohenems, og eftirmaður hans, Paris
Lodron greifi, luku því starfi, sem hér var hafið. Nýja dóm-
kirkjan, sem stendur enn í dag og rúmar um tíu þúsund
manns, var vígð árið 1628. Frá þessum árum er og að mestu
leyti annað skipulag borgarinnar, sem enn í dag vekur undr
un og aðdáun þeirra, sem þangað koma. Andspænis dóm-
kirkjunni stendur hin mikla höll erkibiskupanna, en á þver-
13