Skírnir - 01.01.1956, Page 199
Skírnir
Wolfgang Amadeus Mozart
197
an fatnað frá keisarafrúnni, handa snáðanum og telpunni.
Þegar boðið kemur, verða þau að fara til hallarinnar, og
mun féhirðirinn þá sækja þau.“ ’)
Nokkrum dögum síðar skrifar Leopold aftur heim:
„ .. . Langar þig að vita, hvernig fötin hans Wolfgangs
eru? Þau eru úr fínasta klæði, fjólubláu. Vestið úr silki
í sama lit —• jakki og vesti hvort tveggja bryddað breið -
um, gylltum borðmn.“2)
Keisarinn hafði óblandna ánægju af Wolfgang litla, kall-
aði hann „lítinn galdrameistara" og lét hann leika ýmsar
listir á klaverið sitt. Og Wolfgang litli virðist hafa verið ófeim-
inn við tignarfólkið: ekki nóg með það, að hann ræki sjálfri
keisarafrúnni rembingskoss, heldur bauðst hann líka til að
ganga að eiga Mariu Antoinette, sem þá var ung prinsessa,
þegar hann yrði stór, — hún hafði hjálpað honum til að standa
upp, þegar honrnn varð fótaskortur á gljáfægðu harðviðargólf-
inu í Schönbrunn-höll! Hann bað um, að Wagenseil, hirðtón-
skáld keisarans og mikilsmetinn tónsnillingur á sinni tíð,3) yrði
viðstaddur, þegar hann spilaði fyrir hirðina, „því að hann
skilur mig“, sagði Wolfgang. En við Wagenseil sjálfan sagði
hann: „Ég spila konsert eftir yður, þér verðið að fletta við
blöðunum fyrir mig.“
París Leopold Mozart taldi nú ástæðu til að hugsa til
London ^cnSr* ferðar eftir þær viðtökur, sem börn hans
höfðu fengið í Múnchen og Vin. Lagt var upp
eftir aðeins hálfs árs viðstöðu í Salzburg, á miðju ári 1763,
í ferðalag, sem stóð hálft fjórða ár. Fjölskyldan öll lagði land
undir fót að þessu sinni. Farið var yfir Þýzkaland til Brussel
og þaðan til Parísar, og var þar höfð fimm mánaða viðdvöl.
Börnin komu fram við hirðina í Versölum og var vel fagnað
þar sem annars staðar. Leopold skrifar:
„ . . . Það, sem mesta furðu vakti hinna frönsku herra,
var, að okkur skyldi ekki aðeins vera boðið í stórveizluna
í konungshöllinni, sem haldin er síðdegis á nýársdag,
heldur að herra Wolfgangus minn skyldi hljóta þá náð
1) Vínarborg 16. okt. 1762. 2) 19. okt. 1762 s. st.
3) F. 1715, d. 1777.