Skírnir - 01.01.1956, Side 201
Skírnir
Wolfgang Amadeus Mozart
199
Snúið heim
á leið.
Um þessar mundir veiktist Leopold Mozart og var allþungt
haldinn. Mátti Wolfgang þá um tíma ekki leika á hljóðfæri
heima vegna föður síns og notaði þann tíma til að semja
fyrstu sinfóníur sínar. Þessar sinfóníur eru merkilegar að því
leyti, að þær eru mjög ólíkar þeim verkum, sem Wolfgang
orti um sama leyti undir eftirliti föður síns. 1 Englandi voru
líka gefin út tónverk eftir Mozart og fyrstu sinfóníur hans
leiknar opinberlega.
Eftirtekjan af þessu tónleikahaldi rýrnaði þó
brátt. Þá greip Leopold til þess ráðs að bjóða
almenningi að koma til að sjá og heyra undra-
bömin einkalega, „dag hvem frá kl. 12 til 3, aðgangseyrir
2 shillingar og 6 pence“, stóð í auglýsingunni og þess getið
sérstaklega, að bömin leiki á hljóðfæri með dúk breiddan
yfir nótnaborðið. En aðsókn að þessu þvarr einnig, áður en
langt leið.
Fjölskyldunni hafði nú borizt boð um að koma til hollenzku
hirðarinnar í Haag, og var það þegið með þökkum, enda lítið
orðið við að vera í London. Viðtökur þar voru mjög með
sama hætti og annars staðar. En börnin veiktust bæði, og
tafði það ferðina talsvert. Heim á leið var snúið um París
og yfir Svissland.
Leopold Mozart hefir oft verið legið á hálsi fyrir að leggja
þetta og önnur löng og erfið ferðalög á son sinn á þessum við-
kvæma aldri. Skylt er að geta þess, að Leopold var óþreytandi
í umhyggjunni fyrir fjölskyldu sinni og fyrir Wolfgang sér-
staklega, og ekki má heldur gleyma því, að á ferðum sínum
kynntist Wolfgang, meðan hann var enn á bamsaldri, mörg-
um fremstu tónlistarmönnum og flestu því markverðasta, sem
var að gerast í tónlistarlífi Evrópu á þessum árum, og er ekki
að efa, að þau kynni hafa átt mikinn þátt í, að gáfur hans
þroskuðust og sjóndeildarhringurinn víkkaði.
, Þegar Wolfgang kom úr þessari langferð,
. var hann orðinn 10 ára. Hann var fullfær á
tonsm nigur ag mmnsta tosti þrjú hljóðfæri, sembal, org-
el og fiðlu og stóð flestum fullorðnum á sporði í „improvisa-
tion“, þ. e. að leika af fingrum fram tónverk, sem samin em