Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 203
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
201
um var Mantua. Hélt Mozart þar tónleika, og voru 9 af 14
viðfangsefnum frumsamin af honum, þar á meðal tvær sin-
fóníur. Þá átti hann að spila frá hlaði klaverkonsert, sem hon-
um yrði afhentur á staðnum; enn fremur sónötu, sem honum
yrði afhent á sama hátt, og átti hann að bæta við sónötuna
tilbrigðaþætti og loks endurtaka allt verkið í annarri tónteg-
und; þá stóð á efnisskránni aría, sem hann átti að semja jafn-
óðum við áður ókunnan texta, syngja lagið og leika sjálfur
undir á klaver; enn fremur sónata og fúga í ströngum stíl,
hvort tveggja leikið af fingrum fram og byggt á stefjum,
sem hann fékk ekki að sjá, fyrr en um leið og hann byrjaði
að spila. Mundu þetta þykja undarlegir tónleikar nú á dög-
um. En sjá má, að hæfileiki Mozarts til að „leggja út af“
ókunnum tónstefjum undirbúningslaust hefir hér komið í
góðar þarfir, svo og hið fráhæra tónminni hans.
Wolfgang litli tók vel eftir því, sem fyr-
ir augu og eyru bar í þessari ferð, og skrif-
ar systur sinni umbúðalaust álit sitt á mönn-
um og málefnum:
„Óperan í Mantúu var indæl. Við sáum þar „Deme-
trio1'.1) Primadonnan syngur vel, en fjörlaust. ... 2. söng-
konan er eins og hermaður með bylmingsrödd, en syng-
ur ekki illa. .. . Aðalsöngvarinn syngur vel, en röddin er
ójöfn. Hann heitir Coselli; annar söngvari er gamall, og
mér finnst hann leiðinlegur. . . . Einn heitir Otini og
syngur ekki illa, en heldur ekki vel tónunum fremur en
aðrir ítalskir tenórar. Hann er vinur okkar. Ég veit ekki,
hvað hinn heitir, en það er ekkert við hann. 1. dansari
góður, 1. dansmærin góð, og mér er sagt, að hún sé alls
ekki ljót, en ég hefi ekki séð hana nærri mér. Hinir eru
Lítill
leikhúsdómur.
eins og gengur
“2
. Tónminni Mozarts var, eins og áður var
i ar* ” að vikið, fágætt, ef ekki með öllu einstakt.
gU na sI,ora • pag sannaði hann í þessari ferð í Róm, svo
sem frægt hefir orðið. Þeir feðgar komu til borgarinnar á
1) Söngleikur eftir J. A. Hasse (1699—1783).
2) Mílanó 26. jan. 1770.