Skírnir - 01.01.1956, Page 204
202
Jón Þórarinsson og Ámi Kristjánsson
Skímir
miðvikudag fyrir páska og létu það verða sitt fyrsta verk að
hlýða á hið fræga Miserere eftir Allegri1) í sistínsku kapell-
unni. En verk þetta mátti hvergi flytja nema þar, og aðeins
í dymbilvikunni, og var hvergi til á nótum annars staðar.
Mozart skrifaði upp verkið, sem er samið fyrir 9 raddir, eftir
minni, er hann hafði heyrt það einu sinni, og þurfti ekki að
leiðrétta nema eina eða tvær smávægilegar villur í uppskrift-
inni, þegar hann hafði hlýtt á það öðru sinni, á föstudaginn
langa. Fyrir þetta frábæra afrek sæmdi páfi Wolfgang orðu
„hins gullna spora“, „sem Gluck hefir líka“, skrifaði Leo-
pold heim, og leynir sér ekki stolt föðurins yfir þessum ein-
stæða frama 14 ára sonar. Gluck nefndi sig jafnan „Ritter
von Gluck“ eftir að hann hlaut þessa upphefð. En Mozart
var ekki hégómagjamari en svo, að hann notaði sjaldan nafn-
bótina, sem orðunni fylgdi, og aldrei nema fyrir tilstilli föð-
ur síns eða þá í gamni. Og um svipað leyti og páfi sjálfur
heiðrar hann með þessum óvenjulega hætti, skrifar hinn til-
vonandi riddari systur sinni og móður frá „borginni eilífu“:
„Ég er nýbúinn að teikna mynd af sankti Pétri með lykl-
ana, Páli postula með sverðið og Lúkasi guðspjallamanni
með systur minni . . . Ég hafði þann heiður að kyssa fót-
inn á sankti Pétri í Péturskirkjunni, en af því að ég er
svo lítill, varð að lyfta mér, litlu flóni, upp til hans.“2)
Og nokkru síðar skrifar hann systur sinni frá Napoli:
„ .. . Söngkonan De Amicis syngur dásamlega og Aprile
líka (sem söng áður í Mílanó). Dansarnir eru hræðilega
tilgerðarlegir. Leikhúsið er fallegt. Kóngurinn er napólísk-
ur ruddi og stendur alltaf uppi á skemli, þegar hann er i
leikhúsinu, til þess að sýnast ofurlitlu hærri en drottn-
ingin. Drottningin er falleg og kurteis. Hún heilsaði mér
sex sinnum að minnsta kosti mjög vinalega á Molo (þ. e.
skemmtigöngustaður).“3)
1 Bologna kynntist Mozart Padre Martini, sem mun hafa
verið frægasti tónfræðingur og eftirsóttasti tónlistarkennari
síns tíma, en var um þessar mundir orðinn nokkuð við aldur.4)
1) Gregorio Allegri, 1582—1652, mikilsmetinn höfundur kaþólskrar
kirkjutónlistar. 2) 14. apríl 1770). 3) 5. júni 1770, 4) F. 1706, d. 1784.