Skírnir - 01.01.1956, Page 211
Skírnir
Wolfgang Amadeus Mozart
209
fyrirhugað. Við höfum hugsað okkur að fara til Sviss og
ef til vill til Hollands líka . . . Ef við þurfum að dvelja
lengi á hverjum stað, verður elzta dóttirin okkur til að-
stoðar, við sjáum okkur sjálf fyrir viðurværi — en hún
getur eldað matinn. . . V1)
Þessi rómantíska hugmynd var ekki alveg að skapi Leo-
polds Mozarts:
„Af stað til Parísar! Og það sem fyrst! Leggðu lag þitt
við mikla menn. Aut Cœsar, aut nihil! Tilhugsunin ein
um að fá að sjá París hefði átt að forða þér frá öllum
þessum grillum. Frá París berst nafn og hróður lista-
mannsins út um víða veröld. Þar sýna aðalsmenn snill-
ingunum kurteisi, virðingu og lotningu. Þar muntu kynn-
ast siðfágun, sem stingur mjög í stúf við ruddaskap þýzkra
hofmanna og kvenna þeirra, — og þar muntu einnig ná
tökum á franskri tungu . . ,“2)
Fjórum dögum siðar áréttaði hann þessar föðurlegu áminn-
ingar í öðru bréfi:
„Sonur minn, þú ert bráður og fljótfær í öllu, sem þú
gerir. Lyndisfar þitt hefir tekið miklum stakkaskiptum,
frá því að þú varst barn og unglingur. f þá daga varst
þú miklu fremur alvörugefinn en barnalegur, og þegar
þú sazt við klaverið eða fékkst á annan hátt við tónlist-
ariðkanir, dirfðist enginn að hafa nokkra glettni í frammi
við þig. Jafnvel yfirbragð þitt var svo alvöruþrungið, að
greindir menn víða um lönd, sem kynntust bráðþroska
þínum og virtu fyrir sér litla, alvarlega og íhugula and-
litið þitt, hugðu þig varla mundu eiga langt líf fyrir
höndum. En nú fæ ég ekki annað séð en að þú sért allt-
of fljótur til andsvara og ertni við minnstu áreitni; en
það er vissulega fyrsta skrefið til óviðeigandi kumpána-
skapar, sem hver ætti að forðast, er halda vill heiðri sín-
um í þessari veröld. Góðviljaður maður lætur að vísu
skoðanir sínar í ljós á frjálsan og eðlilegan hátt, en engu
að síður er það óviturlegt. Og það er einmitt þitt góða
1) 4. febrúar 1778.
2) 12. febrúar 1778.
14