Skírnir - 01.01.1956, Side 215
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
213
kynni. En það er ómögulegt. Fjarlægðimar eru of mikl-
ar fyrir fótgangandi mann og göturnar forugar, — aur-
inn í París er óumræðilegur. Því, að taka sér leiguvagn,
fylgir sú upphefð að fá að gjalda fjóra eða fimm livres
á dag fyrir ekki neitt. Skjallið vantar ekki, — það er satt,
—• en þar með þrýtur. Ég er beðinn að koma þenna eða
hinn daginn, leik, og heyri sagt: „Oh, c’est un prodigé,
c’est inconceivable, c’est étonnant“, og þar með: „Adieu“.
1 fyrstu eyddi ég miklu fé í akstur fram og aftur — oft
til einskis; menn voru ekki heima. Þeir, sem ekki hafa
dvalið í París, geta ekki gert sér í hugarlund, hve þreyt-
andi það er. París er auk þess mikið breytt. Frakkar em
ekki nærri eins kurteisir og þeir vom fyrir 15 árum; nú
eru þeir næstum dónalegir í viðmóti og óþolandi upp
með sér. ... Nú er aftur komið bahb í bátinn með sin-
fonia concertante. Enn einhver undirferli, að ég held,
sem óvinir mínir munu valdir að. Hvar hafa þeir ekki
látið til sín taka? — En það er góðs viti. Ég átti ekki ann-
ars kost en að semja þessa sinfóníu í skyndi og lagði mig
allan fram. Hljóðfæraleikararnir fjórir voru, og eru enn,
stórhrifnir af henni. Le Gros hélt henni í fjóra daga til
þess að láta gera afrit af henni, en ég sá hana alltaf
liggja á sama stað. 1 fyrradag var hún horfin, en ég leit
aði vandlega að henni innan um nótnablöðin — og fann
hana loks, falda, þar. Ég lézt þó ekki taka eftir því, en
spurði Le Gros: „Vel á minnzt, hafið þér látið gera afritið
af sinfonia concertante?“ — „Nei, ég steingleymdi því.“
Þar sem ég get auðvitað ekki skipað honum að láta af-
rita hana og flytja, svaraði ég engu. Ég fór samt á tón-
leikana báða dagana, þegar átti að flytja hana; en þar
komu þeir til mín, Rannn og Punto, báðir bálvondir,
og spurðu, hverju það sætti að þessi sinfonia concertante
mín væri ekki flutt. „Ég veit það ekki“, svaraði ég, „þetta
er í fyrsta skipti, sem ég heyri á það minnzt. Ég hefi
ekki hugmynd um það.“ Ramm rauk upp eins og naðra
og hellti sér yfir Le Gros á frönsku inni í salnum og sagði
þetta vera svívirðilega framkomu o. s. frv. Það, sem mér