Skírnir - 01.01.1956, Síða 217
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
215
stendur, til þess að ég fái að líta Italíu á ný innan
skamms og taka aftur gleði mína. Veitið mér þá ánægju,
ég sárbæni yður! En nú bið ég yður að vera glaðan og
reifan, — ég mun bjarga mér sem bezt ég kann, komist
ég aðeins héðan heill á húfi. Adieu. Ég kyssi hendur yðar
1000 sinnum og faðma systur mína af öllu hjarta og er
í öllu yðar hlýðinn sonur. ...“x)
Um þessar mundir var að gerast stórfelld bylting í franskri
óperutónlist, og var Gluck2) upphafsmaður hennar. Hann átti
sína andstæðinga, ekki síður en aðrir byltingamenn, og fylktu
þeir sér um Piccinni, ítalskan óperuhöfund, sem nýlega var
kominn til Parísar og fylgdi hinni eldri óperutízku. Milli
fylgismanna þeirra hófust nú miklar viðsjár með blaðaskrif-
um og bæklingaútgáfu, og drógu þessar erjur að sér alla at-
hygh áhugamanna um tónhst. Mim þetta hafa átt sinn þátt
í því, hve litla athygli Mozart vakti í París að þessu sinni,
— og engum hugkvæmdist að biðja haxm að semja óperu
fyrir franskt leiksvið. Það voru honum hin mestu vonbrigði.
f bréfi til Leopolds Mozarts gerir Grimm barón með þess-
um orðum grein fyrir því, hvers vegna framgangur Wolf-
gangs í París hefir ekki orðið meiri en raim ber vitni:
„ ... Hann er of hreinskilinn og gætir ekki nógu vel að
sér. Hér verða þeir, sem komast vilja áfram, að vera
slungnir, framtakssamir og ófeilnir. Hann myndi kom-
ast lengra með helminginn af gáfum sínum, en þehn
mun meiri veraldarkænsku. ...“3)
. . 1 París varð Mozart fyrir þeirri þungu sorg,
luoOurnussir. ^, TT i •r • •
að moðir hans iezt. Hann skmar vnn tjol-
skyldxmnar heima í Salzburg:
„Syrgið þér með mér, kæri vinur! Þessi dagur var sá
sorglegasti í lífi mínu, — þetta skrifa ég kl. 2 um nótt.
En ég verð að segja yður það: móðir mín, elsku móðir
min er ekki lengur. Guð kvaddi hana til sín, hann vildi
fá hana, þetta er mér fullljóst, og ég hlýði vilja guðs. Það
var hann, sem gaf, og hann gat líka tekið hana frá mér.
1) l.maíl778. 2) C. W. von Gluck (1714—1787) var eitt allra merk-
asta tónskáld á síðari hluta 18. aldar. 3) 13. ágúst 1778.