Skírnir - 01.01.1956, Síða 218
216
Jón Þórarinsson og Árni Kristjánsson
Skírnir
Hugsið þér yður óvissu mína, kvíða og áhyggjur þennan
hálfa mánuð. Hún dó án þess að vita nokkuð af sér,
slokknaði sem ljós. . . .
Ég get eigi skýrt yður frá öllum veikindunum núna,
ég hygg, að hún hafi orðið að deyja, guð hefir viljað það
svo. Ég hið yður annars ekki um neitt nema þann vinar-
greiða, að þér húið föður minn mjög varlega undir þessa
harmafregn. Ég skrifaði honum með sama pósti, en að-
eins það, að hún sé þungt haldin, og bíð nú aðeins svars,
sem ég get farið eftir. Guð gefi honum styrk og hugrekki.
Vinur! Það var ekki á þessari stundu, heldur fyrir löngu,
að ég lét huggast. Af sérstakri guðs náð hefi ég þolað allt
með festu og jafnaðargeði. .. .“x)
Ó Tndi Éftir lát móður sinnar undi Mozart með engu móti
lengur í París, og víkur hann að því hvað eftir ann-
að í bréfum til föður síns og annarra:
„ ... Það, sem veldur mér mestum leiðindum, er, að þess-
ir fransarar halda, að ég sé enn á áttunda árinu, af því
að þeir sáu mig fyrst á þeim aldri. . ..“2)
„ . . . Þér getið ekki ímyndað yður, hve hræðilega leiðin-
legt hér er. Allt sniglast áfram, og fyrr en frægðin er
fengin, þýðir ekkert að fást við tónsmíði. Ég skýrði yður
frá því í síðasta bréfi, hve erfitt mér veitist að finna góð-
an leiktexta. Og af lýsingunni af tónlistarlífinu hér mun-
uð þér hafa skilið, að ég er allt annað en ánægður og að
ég muni hugsa til að komast á brott hið bráðasta. . ..“3)
Síðustu dögunum í París eyddi Mozart með vini sínum frá
London, Johann Christian Bach, og höfðu báðir mikla ánægju
af endurfundunum.
Ekki var það með óblandinni ánægju sem Mo-
zart hugsaði til þess að setjast nú aftur að í fæð-
ingarborg sinni. Kemur það skýrt fram í þessu
bréfi, sem hann skrifar i París til vinar sins, Josephs Bullin-
gers, abbé í Salzburg:
„ . . . Og kem ég nú að Salzburg. Þér vitið, ástkæri vinur,
1) 3. júlí 1778. 2) Til föðurins, 31. júlí 1778. 3) Til Fridolius Weber
í Mannheim, 29. júlí 1778.
Hugsað til
Salzburg.