Skírnir - 01.01.1956, Page 223
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
221
þeirri ástæðu bezt lynt, hyggnust og í einu orði sagt bezt
þeirra allra. . . .Ul)
Faðir hans og aðrir hollvinir reyna að malda í móinn, en
hér verður engu um þokað, og 4. ágúst 1782, rúmum hálfum
mánuði eftir frumsýningu „Konuránsins“, leiðir Mozart brúði
sína upp að altari Stefánskirkjunnar. Giftinguna nefndi hann
í gamni „die Entfuhrung aus dem Auge Gottes“. Hann skrif-
ar föður sínum:
„ . . . Viðstaddur hjónavígsluna var enginn nema móðirin
og yngsta systirin, herra von Thorwarth sem svaramaður
beggja, herra von Zetto svaramaður brúðarinnar og Gil-
ofsky sem svaramaður minn. Þegar við vorum gefin sam-
an, fórum við bæði, konan og ég, að gráta; af því hrærð-
ust allir, meira að segja presturinn, og allir grétu, þar
sem þeir voru vitni að okkar hrærðu lijörtum. Brúðkaups-
veizla okkar var ekki annað en kvöldverður, sem baróns-
frú von Waldstadten gaf okkur, -—- en hann var raunar
meir við fursta en baróns hæfi. Nii hlakkar Konstanza
mín hundraðfalt meir til að fara til Salzburg, — og ég
þori að veðja — ég þori að veðja, að þér gleðjizt yfir
hamingju minni, þegar þér hafið kynnzt henni. . . ,“2)
Leopold Mozart hafði talsverðar áhyggjur af syni sínum
um þessar mundir, eins og marka má af bréfi lians til vel-
gerðakonu Wolfgangs, barónsfrúar von Waldstadten:
„ . . . Yfirleitt væri mér rórra innanbrjósts, ef ég hefði
ekki orðið var við áberandi annmarka hjá syni mínum,
sem sé þá, að hann er allt of umburðarlyndur eða öllu
heldur makráður, of afskiptalaus og jafnvel of þóttafullur.
1 stuttu máli, að hann sameinar í sér þá skaplesti, sem
valda aðgerðarleysi manna. Aftur á móti er hann of
óþolinmóður og skjótráður og bíður ekki síns tíma. Tvö
andstæð öfl togast á í honum, ég á við, að annaðhvort
gangi hann of langt eða of skammt og kunni sér ekki
1) 15. desember 1781. Allar dætur Fridolins Webers voru söngkonur.
Fyrir þá elztu, Josephu Hofer, samdi Mozart hlutverk næturdrottningar-
innar í „Töfraflautunni", en Aloysíu var fyrir fram ætlað hlutverk Kon-
stönzu í „Konuráninu". 2) 7. ágúst 1782.