Skírnir - 01.01.1956, Page 224
222
Jón Þórarinsson og Árni Kristjánsson
Skímir
meðalhóf í neinu. Ef hann líður ekki heinlínis skort, sætt-
ir hann sig óðara við hlutskipti sitt og verður framtaks-
laus og latur. Sé honum hins vegar einn kostur nauð-
ugur að hafa sig í frammi, finnur hann undir eins til
máttar síns og vill þá höndla gæfuna í einu áhlaupi. Ekk-
ert má aftra honum; en það eru, því miður, atgervis-
mennirnir og þeir, sem snilligáfunni eru gæddir, sem
þola verða hinar þyngstu raunir. . . ,“1)
Hjónahand Mozarts hefir af mörgum verið talið ógæfa
hans. Konstanza mun ekki hafa verið mikil húsmóðir, hún
þótti vera eyðslusöm og forsjárlítil, og talið er, að hún hafi
aldrei skilið til fulls snilligáfu manns síns. Þó elskaði Mozart
hana af heilum hug til æviloka, og bréf hans til hennar bera
ekki vott um, að hann hafi talið sig vera óhamingjusaman
í hjónabandinu. En segja má, að saga Mozarts eftir þetta sé
lítið annað en saga tónverka hans — og sagan um haráttu hans
við fátækt og skuldir og undir lokin við sjúkleika og vonleysi.
Næstu árin hafði Mozart ofan af fyrir sér og fjölskyldu
sinni með tónleikahaldi og kennslu í Vín, og var afkoman
oft ekki góð. Hann kom fram á ýmsum tónleikum og hélt
auk þess sjálfstæða tónleika að jafnaði þrisvar til fjórum
sinnum á ári. Voru tónleikar hans mjög sóttir af heldra fólk-
inu og færðu Mozart bæði heiður og nokkurt fé. En hann
hafði engar fastar tekjur, og hvorugt þeirra hjóna var ráð-
deildarsamt í fjármálum. Fyrir hverja tónleika, sem hann
hélt, samdi hann nýjan píanókonsert, og eru flestir merkustu
píanókonsertar hans frá þessum árum.
Heimsókn o Sumarið 1783 heimsótti Mozart, ásamt
so n <> ]-orlu s]nni föður sinn í Salzburg, oe dvöld-
gagnheimsokn. . , . . 6
ust þau þar siðan hluta sumars og fram a
haust. Mozart hafði gert sér vonir um, að andúð sú, er faðir
hans hafði á Konstönzu, mundi hverfa, er þau kynntust. Sú
varð þó raunin, að hvorki faðir hans né systir tóku Kon-
stönzu nokkru sinni í fulla sátt.
Leopold Mozart endurgalt syni sínum heimsóknina 1785
og dvaldist hjá honum hálfan þriðja mánuð síðari hluta vetr-
1) 23. ágúst 1782.