Skírnir - 01.01.1956, Side 225
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
223
ar. Tónleikalíf var þá með miklum blóma í Vín, og gladdi
það Leopold mjög, að sjá hve mikils álits og hylli sonur hans
naut. Hann kynntist og Joseph Haydn, sem skrifaði honum:
„Ég lýsi því yfir fyrir guði og legg við heiður minn, að
sonur yðar er mesta tónskáld, sem ég þekki. Hann hefir
fegurðarskyn og auk þess fullkomið vald á list tónsmíð-
annnar.
Þessi fundur þeirra feðga varð hinn síðasti, því að skömmu
eftir heimkomuna til Salzburg tók heilsa Leopolds að bila.
Hann lézt 28. maí 1787. Tæpum tveim mánuðum áður hafði
Wolfgang skrifað honum:
„ ... Þar eð dauðinn er í raun og veru hið eiginlega tak-
mark lífsins, hefi ég gert mér far um, síðustu árin, að
kynnast svo vel þessum sanna og bezta vini okkar mann-
anna, að ímynd hans skelfir mig ekki lengur, heldur veit-
ir mér ró og huggun, og ég þakka guði fyrir þá náð, að
leiða mig í þann skilning, að einmitt dauðinn sé lykill-
inn að lífshamingju vorri. Ég leggst aldrei svo til svefns,
að ég hugsi ekki til þess, — jafnungur og ég er, -—- að
ég muni ef til vill ekki vakna aftur. Samt mun enginn,
sem þekkir mig, geta borið mér á brýn, að ég sé afund-
inn eða dapur í viðmóti. Fyrir þetta þakka ég skapara
mínum hvem dag, og óska þess af alhug, að allir aðrir
fái að njóta sömu hamingju. .. .“1)
Mozart hafði á þessum árum byrjað á tveim-
rU , ur óperum að minnsta kosti, en hvorugri lokið.
1 ársbyrjun 1786 var frumsýnd í keisarahöll-
inni ný ópera eftir hann, einþáttungur, er nefnist „Leikhús-
stjórinn11 („Der Schauspieldirektor“). Skömmu síðar var
„ldomeneo“ tekin til sýningar í Vín, og upp úr því tókst
samstarf með Mozart og textahöfundinum Lorenzo da Ponte.2)
Fyrsti árangur þeirrar samvinnu varð „Brúðkaup Fígarós",
sem var frumsýnt þá um vorið við fádæma hrifningu. írski
tenorsöngvarinn Michael Kelly, sem fór með minni háttar
hlutverk í óperunni, segir frá þessum fyrstu sýningum á
„Brúðkaupinu“ með þessum orðum:
1) 4.april 1787. 2) Italskur rithöfundur og œvintýramaður (1749—1838).