Skírnir - 01.01.1956, Page 231
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
229
mínar ekki heldur. Og hvað á ég að segja um gjöf yðar,
bezti herra harón! Hún kom eins og stjarna á niðdimmri
nóttu, eða eins og blóm á vetri. Guð veit, að ég verð að
strita og stríða til að halda í mér líftórunni, og Stan-
nerl1) þarf líka á sínu að halda. Ef einhver ber það upp
á mig, að ég sé letingi, þá gefið honum í allri vinsemd
duglega á baukinn — gerið það fyrir mig — jafnvel bar-
ónum er það alveg óhætt. Helzt vildi ég vera sívinnandi,
en óska aðeins að mega fást við þau verkefni, sem hugur
minn stendur til. Þannig samdi ég, fyrir þrem vikum,
sinfóníu, og með póstinum á morgun mun ég skrifa Hof
meister,2) og bjóða honum þrjá píanó-kvartetta, ef hann
þá á fyrir þeim. Drottinn minn, væri ég ríkur, myndi ég
segja: „Mozart, bú þú til hvað, sem þú vilt og getur, fyr-
ir mig; ég borga þér að visu ekki grænan eyri, fyrr en
þú hefir lokið verkinu, en síðan mun ég kaupa af þér öll
þín handrit.“ Drottinn minn, hvað öll þessi vandræði fá
á mig og gera mig hryggan eða hamstola, leiða mig út í
ýmislegt, sem ég hefði betur látið ógert. Já, kæri, góði
vinur, þannig er það, en ekki eins og einhverjir heimskir
óþokkar kunna að hafa sagt yður.
En nú kem ég að því atriði í bréfi yðar, sem erfiðast
er að svara og ég helzt kysi að láta kyrrt liggja, þar eð
fjöðurstafur minn er mér ótamur til þess. Samt mun ég
reyna, þó ekki væri til annars en að vekja gamansemi
yðar. Þér spyrjið mig, hvernig ég fari að því að semja og
rita niður meiri háttar tónverk og veigamikil. Um það
get ég í sannleika lítið sagt annað en það, sem hér fer
á eftir. Þegar þannig liggur á mér, t. d. á ferðalagi eða
á göngu eftir góða máltíð, eða þegar ég vaki um nætur
og fæ ekki sofið, þá sækja hugmyndirnar helzt á mig og
koma í hrönnum. En hvaðan þær koma og með hverjum
hætti, er mér hulið, enda fæ ég ekki við ráðið. Falli mét
nú einhverjar tónhugmyndir í geð, festi ég þær í minni,
og raula þær jafnvel fyrir munni mér, eða svo er mér
1) Stannerl, gælunafn f. Konstanza: „hún Stanna mín“.
2) Tónverkaútgefandi í Vínarborg.