Skírnir - 01.01.1956, Síða 232
230
Jón Þórarinsson og Ámi Kristjánsson
Skimir
sagt, að ég geri. Ef ég nú held í þær, koma aðrar til við-
bótar og brátt er kominn stúfur, sem hægt er að gera sér
mat úr, og laga ég hann síðan til eftir listarinnar regl-
um, eðli hljóðfæranna og þar fram eftir götunum. Þetta
kemur hita í mig, ef ég fæ að vera í næði. Síðan vex
þetta æ meir og skýrist, unz ég að lokum hefi allt nærri
fullgert í höfðinu, jafnvel meiri háttar tónverk, og get
virt það fyrir mér í anda líkt og fagra mynd. Ég heyri
það allt í senn fyrir mínu innra eyra, en ekki í runu
eins og í veruleikanum. Það er hreinasta unun! Allt þetta
gerist og myndast eins og í ljúfum, skýrum draumi. Að
heyra allt í senn er samt mest um vert. Það, sem þann-
ig er til orðið, líður mér ekki svo létt úr minni, og það
tel ég þá beztu gjöf, sem guð hefir gefið mér. Þarf ég
þá ekki annað, þegar ég sezt niður við að festa það á blað,
en að grípa úr sjóði heilans af þvi, sem þar hefir safn
azt fyrir. Því er ég fremur fljótur að rita það niður; það
tekur sjaldan miklum breytingum frá því, sem það var
í huga mér. Litlu skiptir, þótt ég sé þá ónáðaður við skrift-
imar, enda er oft ókyrrt í kringum mig, en það hefir
engin áhrif á mig; ég get jafnvel masað um gæsir og
hænsni, Grétu og Barböm litlu, eða eitthvað þvíumlíkt,
á meðan. En hitt, hvernig verk mín fá á sig form og blæ,
sem er Mozart eiginlegur, en engum öðmm, hygg ég, að
gerist á sama hátt og að nefið á mér varð stórt og bogið,
eins og það er, og hæfir Mozart einum, en engum öðmm.
Ég reyni vissulega ekki að vera frábrugðinn öðrvun, veit
enda ekki, í hverju ég er það. Mér virðist harla náttúr-
legt, að þeir, sem á annað borð hafa einhvern svip, séu
ólikir hver öðmm í útliti og að innræti. Að minnsta kosti
er ég viss um, að ég hefi hvomgt gefið mér sjálfur.
Og vægið mér nú héðan í frá, hezti vinur, og trúið
mér, er ég segi yður, að ég læt hér útrætt um þetta efni
af þeirri ástæðu einni, að ég kann ekki meira um það
að segja."1)
1) Um haustið 1790.