Skírnir - 01.01.1956, Side 233
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
231
g.g Áríð 1790 var Mozart afkastalítill, miðað við
það, sem áður hafði verið. Það var eins og hann
operunnar. yær- tekinn ag þreytast, væntanlega bæði af
ofreynslu og áhyggjum. En síðasta árið, sem hann lifði, bloss-
aði sköpunarmáttur hans upp að nýju, og frá því ári eru,
auk Sálumessunnar, tvær óperur: „La clemenza di Tito“.
sem samin var fyrir krýningu Leopolds II. í Prag og flutt í
fyrsta skipti í „Þjóðleikhúsinu“ þar að kvöldi krýningardags-
ins, 6. september 1781, og „Töfraflautan“, sem var flutt i
fyrsta skipti 30. sama mánaðar. Henni var fremur kuldalega
tekið í fyrstu, en óperan vann á við hverja sýningu, og nú
er hún talin einhver yndislegasta ópera, sem til er. Ekki mun
Mozart þó alltaf hafa verið í léttu skapi, á meðan hann vann
að „Töfraflautunni“, eins og þessi bréfkafli til konu hans
ber með sér:
„.. . Ég get ekki lýst því, hvernig mér er innanbrjósts
— einhvers konar tómleikatilfinning nístir mig — ein-
hver óslökkvandi þrá, sem aldrei hnnir, en fer jafnvel
dagvaxandi.
Mér verður hugsað til þess, hve glöð og barnaleg við
vorum saman í Baden — og hve hér er leiðinlegt. Ég
finn ekki lengur neina fróun í vinnu minni heldur, þar
sem ég sakna þess að hafa þig ekki við hliðina á mér og
geta spjallað við þig, eins og ég er vanur. Ef ég geng að
klaverinu og syng eitthvað úr óperunni, verð ég fljótt að
hætta — ég ræð ekki við tilfinningar mínar. — Basta.“
„ Um þetta leyti var Mozart tekinn að kenna
a umessan’ þess sjnkleiks, sem dró hann til bana, og mun
hafa fundið sig feigan. Og helsjúkur samdi hann síðasta stór-
virki sitt, sem honum entist þó ekki aldur til að ljúka til fulls,
Sálumessuna, sem nefnd hefir verið summum opus summi
viri. Tvívegis þetta síðasta sumar, sem Mozart hfði, kom til
hans maður, sem hann þekkti ekki, og lagði hart að homun
að semja sálumessu (Requiem). Samdist með þeim um þókn-
un fyrir þetta verk, og byrjaði Mozart á því um sumarið,
1) Vínarborg 7. júlí 1791.