Skírnir - 01.01.1956, Síða 235
Skírnir
Wolfgang Amadeus Mozart
233
Soffia Haibl, yngsta systir Konstönzu Mozart, lýsir síðustu
ævistundum snillingsins með þessum orðum:1)
„ . . . Ó, guð minn, hve mér brá, er systir mín tók á móti
mér hálförvilnuð, en þó með þeirri stillingu, sem hún var
megnug, og sagði við mig: „Guði sé lof, kæra Soffía, að
þú komst. í kvöld leið honum svo illa, að ég hélt, að hann
myndi ekki lifa af þennan dag. Vertu hérna hjá mér,
því að ef hann verður eins, mun hann deyja í nótt. Farðu
inn til hans og vittu, hvernig honum líður þessa stund-
ina.“ Ég herti upp hugann og gekk að rúmi hans, en
hann ávarpaði mig þegar í stað með þessum orðum: „Æ,
það var gott að þér komuð, kæra Soffía; í kvöld verðið
þér að vera hjá mér og horfa á mig deyja.“ Ég reyndi
að harka af mér og hughreysta hann, en hann anzaði
því aðeins: „Ég finn þegar keim dauðans á tungunni“,
og enn: „Hver hjálpar nú Konstönzu minni, ef þér verð-
ið hér ekki eftir?“ —- „Já, kæri Mozart, ég þarf aðeins
að skreppa til móður okkar og láta hana vita af því, að
þér óskið eftir, að ég verði hjá yður í kvöld; annars kynni
hún að óttast um yður.“ „Já, gerið það, en komið óðara
aftur!“ Ó, hversu órótt mér var innanbrjósts! Veslings
systir mín kom á eftir mér og bað mig í öllum bænum
að hitta prestana í Péturs-kirkjunni að máli og biðja ein-
hvern þeirra að koma eins og af tilviljun.2) Ég gerði það,
en þeir færðust undan lengi vel, og ég átti mjög erfitt
með að fá nokkurn þessara klerka-þrjóta til þess að koma.
—- Ég flýtti mér því næst til móður minnar, sem beið
mín með óþreyju. Það var orðið dimmt. Hvað hún varð
hrædd, auminginn! Ég fékk hana til þess að leita gist
ingar hiá elztu dótturinni, frú Hofer sálugu, og gerði
hún það. En ég flýtti mér, sem mest ég mátti, aftur ti!
minnar harmþrungnu systur.
Þegar ég kom þangað aftur, sat Siissmayer við rúm-
stokkinn hjá Mozart. Á sænginni lá handritið að Sálu-
1) 1 bréfi, dags. 7. apríl 1825, til síðari manns Konstönzu, fyrsta ævi-
söguhöfundar Mozarts, G. N. von Nissens, leyndarráðs.
2) Lýtur að því, að Mozart var frímúrari.